26.05.1941
Sameinað þing: 21. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í B-deild Alþingistíðinda. (204)

1. mál, fjárlög

Finnur Jónsson:

Ég á hér brtt. á þskj. 638, XIX með hv. þm. Ak., um að heimila ríkisstj. að greiða stofnkostnað og styrk til húsmæðraskóla samkvæmt lögum um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum. Hæstv. Alþ. er nýbúið að samþ. l. um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum, og samkvæmt þeim er heimilt að stofna húsmæðraskóla, þegar fé er veitt til þess á fjárl. Nú liggja ekki upplýsingar fyrir um það, hvar slíkir skólar mundu vera stofnaðir á árinu 1942, né heldur um stofnkostnað þeirra, svo að ekki er unnt að leggja fram í þessu máli ákveðnar till. Hins vegar, þar sem búið er nú að bíða eftir þessum l. í nokkur ár, sýnist vera rétt, að hæstv. Alþ. liðkaði þannig til, að ef hægt yrði að stofna húsmæðraskóla einhvers staðar í kaupstað á þessu eða næsta ári, þá væri þessi heimild veitt til fjárframlags til þess, eins og við hv. þm. Ak. förum hér fram á, að samþ. verði. Við höfum lagt þessa brtt. fram sem brtt. við brtt. hv. fjvn. um stofnkostnað fyrir héraðsskóla (rómv. 18 á brtt. 638). Nú hef ég átt tal um þétta við hæstv. fjmrh., og höfum við hv. þm. Ak. lagt þessa brtt. fram í samráði við þann hæstv. ráðh., og ég vænti þess, að hv. frsm. fjvn. taki það til sérstakrar athugunar, ef fjvn. heldur fund áður en gengið verður til atkv. um brtt. við fjárl.

Það hefur verið leidd athygli mín að því; að í 14. gr. fjárl. XVI., tölul. 1, sé ákvæði um styrk til húsmæðraskóla samkv. lögum og mundi því ekki þurfa að vera heimild á fjárl. til hækkunar þessum lið til húsmæðrafræðslu í kaupstöðum. Það má vel vera, að orðin „og styrk“ megi falla niður úr þessari brtt. Hins vegar er ekki hægt að stofna húsmæðraskóla í kaupstöðum samkv. fjárlagafrv., nema því aðeins, að slík heimild komi til, sem hér er farið fram á að veita. Og vænti ég þess því, að ef yfirgnæfandi meirihl. fylgi hefur verið fyrir því í þinginu að samþ. frv. um húsmæðrafæðslu í kaupstöðum, þá fái þessi brtt. góðar undirtektir hjá hv. fjvn. og hjá öllum hv. þm.