13.05.1941
Neðri deild: 58. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 847 í B-deild Alþingistíðinda. (2064)

69. mál, jarðakaup ríkisins vegna kauptúna og sjávarþorpa

Pétur Ottesen:

Frv. er byggt á. því, að fullt samkomulag takist, en ef það tekst ekki, komi eignarnám til. Það liggur því ljóst fyrir, að ef samkomulag næst, þurfi enga lagasetningu. — Ég mun verða við ósk hv. síðasta ræðumanns um að taka till. okkar aftur til 3. umr., þar sem langæskilegast er, að samkomulag geti fengizt um málið.