26.05.1941
Sameinað þing: 21. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 166 í B-deild Alþingistíðinda. (210)

1. mál, fjárlög

*Steingrímur Steinþórsson:

Ég er viðriðinn allmargar brtt., en mun láta mér nægja að tala um þær, sem ég er aðalflm. að, en minna um hinar.

Fyrsta till., sem ég er aðalflm. að, er á þskj. 619,III, við 13. gr. Við þm. Skagf. flytjum þar brtt. í tveim liðum, um lítils háttar hækkun til tveggja vega í Skagafirði, til Gönguskarðsvegar 6000 kr., í stað 4000 kr., og til Hólavegar alveg sams konar hækkun, úr 4000 kr. í 6000 kr. Ég skal skýra þessar brtt. lítils háttar. Gönguskarðsvegurinn tengir afskekktustu sveit Skagafjarðar við aðalhéraðið. Þessi vegur er skammt kominn; og nú er svo háttað þarna, að mæðiveikin er að herja héraðið að vestanverðu, en þar lifir fólkið eingöngu á sauðfjárrækt og á nú ekki annað úrræði en að fara yfir í mjólkurframleiðslu, ef veikin grípur um sig. Þetta litla framlag veltir ekki stóru hlassi, en með því mætti þó tryggja vegasambandið út í Laxárdal. É:g treysti því, að hv. þd. líti á þessar aðstæður og þá erfiðleika, sem framundan eru, og samþ. þessa hækkun.

Hólavegurinn er nýr í þjóðvegatölu, en það er mikil minnkun að því, að ekki skuli vera búið að leggja góðan veg heim til Hóla. Þetta er fyrsta fjárveitingin til Hólavegar eftir að hann hefur verið tekinn í tölu þjóðvega. Okkur flm. fannst fjvn. hafa skammtað svo smátt, að við neyddumst til að fara fram á ofurlitla hækkun.

Ég vil og geta þess, að í Hjaltadal og Viðvíkursveit hefur féð allt verið skorið niður, og því enginn vafi á, að það er nauðsynlegt, að vegagerðir verði í sveitinni sjálfri, sem bændur gætu haft sem atvinnubætur.

Þá á ég á sama þskj., nr. VI, ásamt hv. samþm. mínum, till., sem er líka við 13. gr., C-lið. Förum við þar fram á, að Alþ. heimili eina greiðslu til Hofsóshafnar. Í fjárl. nú eru heimilaðar 8 greiðslur, 8000 kr. hver. Við förum fram á, að 9. greiðslan verði heimiluð. Ég veit, að höfnin í Hofsósi hefur orðið lyftistöng undir atvinnulíf þar, en hún hefur ekki nægar tekjur til að geta staðið straum af skuldbindingum sínum, og þess vegna er brtt. okkar fram borin. Það er þegar búið að greiða 6 greiðslur, svo að ef þessi greiðsla, sem við förum fram á, fengist, yrði það á árinu 1944.

Þá vil ég fara nokkrum orðum um brtt. á sama þskj., 619,XVI, sem ég flyt ásamt hv. þm. Mýr. við 16. gr., um hækkun á framlagi til nýbýla og samvinnubyggða, að fyrir 155040 komi 2500(10 kr. Svo berum við fram brtt. við þessa brtt., á þskj. 638,X, um að .hækka þetta upp í 500000 kr.

Undanfarin ár hefur verið veitt til nýbýla 155000 kr., og fjvn. hefur ekki hækkað það. Tel ég það einkennilegt, af því að ég veit, að í till., sem fjvn. var með um ráðstöfun á væntanlegum tekjuafgangi, var gert ráð fyrir, að eitthvað fengist til þessara mála. Þegar þessi fjárveiting var fyrst upp tekin, 1936, var hún 180 þús. og lækkaði eftir 2 ár í 145 þús. . Þetta ruglaði áætlanir á þessum árum, því að 1. gerðu ráð fyrir, að gerðir. væru samningar við menn til þriggja ára. Það er ekki hægt að leggja grundvöll að slíkri starfsemi nema geta treyst á einhverja vissa upphæð. Af þessum ástæðum myndaðist nær 100 þús. kr. skuld við Búnaðarbanka Íslands. Nú dregur mikið úr framkvæmdum, en einmitt á þessum býlum verður að halda framkvæmdum áfram. Það er ekki hægt að kippa að sér hendinni. Nú voru samþ. hér l. um byggingar- og landnámssjóð, þar sem heimilað er að greiða hærra til nýbýla en áður, en það hefur í för með sér aukin útgjöld fyrir sjóðinn, og því verður að ætla honum einhverja aukningu.

Með tilliti til þess, að nú hafa verið samþ. l. um landnám ríkisins, sem gera ráð fyrir 250 þús. kr. árlega í undirbúning að hverfabyggðum í sveitum, þar sem öll stj. þessara mála ri að vera undir sama hatti, og því eðlilegt, að fjárveitingin verði sameiginleg fyrir hvort tveggja, höfum við lagt til áðurnefnda hækkun í 500000 kr.

Næsta brtt. er 619,XXI, frá hv. þm. Mýr. og mér, um að í stað 2000 kr. til Loðdýraræktarfél. komi 4000 kr. Þetta félag hefur haft 2000 kr. að undanförnu til starfsemi sinnar. En með hækkandi verðlagi og hækkandi launagreiðslum er ekki nema sanngirnismál, að þessi litla fjárveiting verði hækkuð. Starfsemi Loðdýraræktarfél. er merkileg, og ef loðdýrarækt á einhverja framtíð fyrir sér hér — og það efast ég ekki um, að sé, t. d. minkarækt í fiskistöðvum —, er rétt af Alþ. að hlynna að þessum félagsskap, sem svo að segja allir eru í, sem þennan atvinnuveg stunda. Við væntum því, að þessi brtt: verði samþ. Ég hefði viljað vænta, að hv. fjvn. vildi sérstaklega taka þessa till. til athugunar, því að svo margt virðist mæla með því, að óskir félagsins verði teknar til greina, en félagið hyggst ekki geta haldið áfram starfsemi sinni, ef það fær ekki uppbót á þann litla styrk, er það hefur nú.

Þá á ég litla brtt. á þskj. 622,IV, sem ég flyt ásamt hv. þm. V.-Sk. og hv. þm. N.-Ísf. við 15. gr. 46, nýr liður, tveggja ára skáldastyrkur til Sigurjóns Friðjónssonar (1941–42), 1200 kr. hvort árið. Það þykir nú ekki við eiga að bera fram slíkar brtt. nú, eftir að menntamálaráði hefur verið fengið einveldi um slíkar fjárúthlutanir. En alþm. eiga ekki annars úrkosta, ef þeir eru ekki ánægðir með gerðir menntamálaráðs, en að bera fram breyt. við fjárl., einkum þegar í hlut á maður, sem hefur notið styrks frá Alþ. áður en menntamálaráð fékk sitt vald í hendur. Ég vil fullyrða, að frá mínu sjónarmiði eru Margir óverðugri í 18. gr. fjárl. en Sigurjón Friðjónsson og margir, sem styrks njóta frá menntamálaráði, sem síður hafa unnið til þess en hann. Það er enginn jöfnuður að láta Guðmund bróður hans hafa 30.00 kr., en taka hina litlu fjárveitingu til Sigurjóns úr frv. Hvort sem litið er á það frá skáldskaparlegu sjónarmiði eða almennt mannlegu, er það ekki rétt.

Ég vil geta þess, að ég hef orðið var við, að hv. 5. þm. Reykv. muni hafa borið fram þáltill. um aukna upphæð til menntamálaráðs. Það má vera, að það sé hugsað til úthlutunar manna, sem einskis hafa orðið aðnjótandi enn, og er Sigurjón Friðjónsson þar á meðal. Formaður menntamálaráðs hefur getið þess við mig, að ef sú till. yrði samþ., yrði Sigurjóni ætlað af þeirri upphæð. Ef yfirlýsing liggur fyrir um, að svo verði gert, getum við tekið till. okkar aftur.

Ég hef þá mælt fyrir þeim brtt., sem ég er fyrsti flm. að, og mun ég ekki gera aðrar brtt. að umtalsefni, þó að ég sé meðflm. að þeim, en áður en ég sezt niður, vildi ég segja nokkur orð um annað efni. Vér þykir miður, að hvorki landbrh. né fjmrh. eru hér.

Það var mikið um það talað á fyrri hluta þings – og fjvn. mun hafa að því starfað að gera till. um væntanlegan tekjuafgang þessa árs. Við frh. 1. umr. urðu umræður um þetta og nokkurt karp. Ég var þessu meðmæltur, en beygi mig fyrir því, að ekkert kom fram um þetta, því að ýmsar breyt. hafa orðið um útlitið síðan. En það verður óumflýjanlegt að gera t. d. ráðstafanir til að halda niðri dýrtíðinni, með því m. a. að greiða mismuninn á vöruverði landbúnaðarafurða og framleiðslukostnaði. Ég vil fyrir mitt leyti taka það fram, að ég álít, að fjvn. hafi í byrjun þingsins starfað alveg rétt, og vil ég frekar færa henni minar þakkir fyrir að fara þessa leið en að vera með ávítur. En í þessu sambandi vil ég taka það fram, að ég hygg, að það sé rétt, að hún hafi í þeim till., sem hún þá bar fram, gert ráð fyrir því, að Búnaðarfélag Íslands fengi á þessu ári 280 þús. kr. styrk, en í fjárlögum þessa árs eru því aðeins ætlaðar 210 þús. kr., eða sama og það fékk áður en styrjöldin skall á. Nú get ég ekki látið þessa 3. umr. fjárl. fara þannig fram hjá. mér, að ég leggi ekki þá fyrirspurn fyrir hæstv. ríkisstj., landbrh. og fjmrh., hvers félagið megi vænta í þessu efni, því að það er sýnilegt, að við getum alls ekki staðið við okkar skuldbindingar með 210 þús. kr. styrk. Við höfum tekið upp sömu aðferð og ríkið, að greiða fulla verðlagsuppbót á laun starfsmanna okkar, og við höfum sjálfsagt margan annan aukakostnað, og það er sýnilegt með öllu, að félagið verður í botnlausum skuldum í lok þessa árs, ef það fær ekki ríflegri aukningu á fé sínu.

Mér dettur að vísu ekki í hug að vantreysta ríkisstj., að hún muni ekki líta á þessa hluti með sanngirni, enda hef ég enga ástæðu til þess. hvorki hvað snertir landbrh., því að það er skylda hans að vera á verði fyrir þessum hlutum, né fjmrh., að hann líti ekki einnig á þetta mál með sanngirni. En ég óska eftir því að fá svar við þessa umr. frá ríkisstj. um það, hvort Búnaðarfélagið megi ekki vænta einhverrar uppbótar, og vil ég miða við þá upphæð, sem fjvn. hefur stungið upp á, 280 þús. kr. Ég tel ,það mjög sómasamlega afgreiðslu og fara mjög nærri því, sem þurfi að vera.

Það var aðallega þetta, sem ég vildi taka fram. Þó að það snerti ekki sjálf fjárl., þá snertir það þau þó óbeint, þannig að það er nauðsynlegt að taka það til athugunar.

Ég er nú búinn að tala nokkuð lengi, og ekki margir, sem á hlýða, svo ég hygg, að það sé bezt að láta þessu lokið og setjast niður.