23.04.1941
Efri deild: 43. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 886 í B-deild Alþingistíðinda. (2167)

101. mál, byggingar og landnámssjóður

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Það voru leidd nokkur rök að því við 1. umr., hvað mælti með brtt., sem nú er flutt á þskj. 235. Mér virðist svo, að þessi till. um kosningu í nýbýlanefnd sé dálítið óákveðin, því að eftir henni eiga þrír stærstu flokkar þingsins að kjósa þessa menn. Við vitum lítið um framtíðina og hverjir 3 stærstu flokkar Alþ. kunna að verða framvegis. Ég ætla ekki heldur að spá neinu um það, en allir vona, að sinn flokkur verði einn í þeirra hópi. Væri hér eðlilegast, að átt sé við þá þrjá þingflokka, sem mest ítök hefðu í landbúnaðinum, en það gætu verið 2 stærstu flokkarnir og Bændaflokkurinn. Annars þykir mér ekki ólíklegt, að till. hv. þm. sé orðuð með tilliti til þess, að sá hv. þm. í deildinni, sem telur líklegt, að flokkur hans verði bráðlega þriðji stærsti flokkur þingsins, greiði till. frekar atkv. Ég vil geta þess, að áður en mál þetta var flutt á þinginu, átti ég tal um það við hæstv. landbrh. og meiri hl. landbn. Nd. Virtust þeir allir vera á þeirri skoðun, að rétt sé að hafa þetta fyrirkomulag eins og í frv., en ekki eins og brtt. felur í sér. Að svo komnu máli fyndist mér rétt að vera ekki að rugla út frá því, sem gert er ráð fyrir í frv. Ég hef ekki orðið var við svo mikla skjótvirkni til nytja landbúnaðarins frá þessum flokki, sem hv. flm. brtt. telst til, að sérstök ástæða sé fyrir hann að fá mann kosinn til að skipta sér af þessum málum. Þessi flokkur þekkir líka minna til landhúnaðarmála enn menn úr hinum flokkunum. Ég tel rétt og sjálfsagt, að þeir, sem vilja af heilum huga stuðla að framgangi frv., samþ. Það óbreytt, svo að það gangi greiðlega gegnum þingið. En vilji Alþfl. af samvizkusemi við landbúnaðinn koma manni í nýbýlastj., gæti hann átt um það við landbúnaðarnefndir, og ef til vill gætu þær lofað honum að hafa þar einn mann. A. m. k. er sá möguleiki ekki útilokaður fyrir Alþfl., þó að frv. verði látið ganga óbreytt gegnum þingið.