23.05.1941
Efri deild: 66. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 893 í B-deild Alþingistíðinda. (2196)

101. mál, byggingar og landnámssjóður

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Þetta mál er komið aftur frá hv. Nd. með aðallega 2 breyt. Við 1. gr.: Tillag ríkissjóðs er hækkað upp í 300 þús. kr., að því tilskildu, að ágóði tóbakseinkasölunnar gangi beint til ríkisins, og var þetta samkv. till. fjmrh. Þá var í öðru lagi, í 3. gr., hækkað hámark láns- og styrkupphæðarinnar úr 8000 kr., sem hér var ákveðið, í 9000 kr. Þetta eru aðalbreyt. við frv. og svo það, að 1. gangi þegar í gildi.

Nú höfum við landbnm. lagt fram nokkrar brtt. Fyrst og fremst er brtt. á þskj. 522, en hún er aðeins leiðrétting. Í öðru lagi höfum við á þskj. 558 lagt til, að á meðan vísitala kauplagsnefndar er 110 eða hærri, skuli framlag ríkissjóðs hækka til samræmis við vísitölu Hagstofu Íslands um byggingu íveruhúsa, miðað við sömu vísitölu 1939. Hækkunin reiknist þó ekki af hærri höfuðstóli en 125000 kr., samkv. brtt. okkar á þskj. 602 og 603. Við settum hámarkið það lágt til samkomulags. Þetta er gert til samræmis við ákvæðin í öðru frv., sem er 7. málið í dagskránni í dag. Eins er hér á þskj. 602 brtt. um, að þessi ákvæði l. gangi í gildi á þessu ári. Það er líka í samræmi við það, sem hefur ver ið sett í frv. um verkamannabústaði. Ef þessi brtt. okkar nær fram að ganga, verður tekin aftur brtt. við 7. málið. Ég vona, að brtt. verði samþ., og hef engu við þetta að bæta.