23.05.1941
Efri deild: 66. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 893 í B-deild Alþingistíðinda. (2197)

101. mál, byggingar og landnámssjóður

Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég gat þess áður, að ágreiningur væri milli formælanda annars máls á dagskránni í dag (frv. um breyt. á l. um verkamannabústaði) og formælenda þessa máls. Unnið hefur verið að því að jafna þennan ágreining og finna samkomulagsgrundvöll.

Mér skilst, að till. á þskj. 603 fari fram á minni dýrtíðaruppbót, eða 62500 kr.

Ég vil lýsa yfir því, f. h. Alþfl., að við höfum fallizt á þetta samkomulag og munum greiða atkv. með till. á þskj. 603, og sýnir það okkar góða hug til sveitanna frá upphafi vega, enda höfum við alltaf viljað láta þær njóta fyllsta jafnréttis.