16.05.1941
Neðri deild: 61. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 917 í B-deild Alþingistíðinda. (2333)

128. mál, sauðfjársjúkdómar

Frsm. (Pétur Ottesen) :

Landbn. hefur flutt eina brtt. við þetta frv., á þskj. 524, þar sem hún leggur til, að 4. liður 5. gr. frv. verði felldur niður. Þetta liggur í því, að þessi sjúkdómur, sem hér um ræðir, er annars eðlis og hefur ekki jafnalvarlegar afleiðingar í för með sér og þeir aðrir sjúkdómar, sem í frv. eru taldir. Hann er og að því leyti frábrugðinn þeim, að hann hefur ekki flutzt nýverið til landsins, eins og reynsla hefur sýnt og sannað um hina sjúkdómana.

Jafnframt leggur n. til, að till. á þskj. 367 verði felld. N. lítur sem sé svo á, að nokkuð svipað sé ástatt um báða þessa sjúkdóma, þann undir 4. lið og þann, sem í brtt. felst, og telur, að þeir eigi hvorugur heima undir ákvæðum nefndra laga.