16.05.1941
Neðri deild: 61. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 921 í B-deild Alþingistíðinda. (2340)

128. mál, sauðfjársjúkdómar

Stefán Stefánsson:

Hv. þm. Borgf. sagði, að það fælist einhver viðurkenning af minni hálfu í því, að ég skoraði á landbn. að hlutast til um það, að veitt yrði fé til rannsóknar á riðuveikinni. En að í þessu fælist nokkur viðurkenning, er alls ekki rétt. Menn bera iðulega fram breyt. við till. í því tilfelli, að aðaltill. verði felld, þ. e. varatill. Ég vil aðeins benda á það, að hv. þm. Borgf, hefði sennilega ekki tekið þannig í þetta mál, ef þessi pest hefði geisað í hans héraði; þá hefði hann talið þetta stórhættulegan sauðfjársjúkdóm, sem öllu landinu stafaði hætta af.