26.05.1941
Neðri deild: 67. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 924 í B-deild Alþingistíðinda. (2355)

128. mál, sauðfjársjúkdómar

Gísli Guðmundsson:

Ég vildi nota tækifærið, úr því að málið kom aftur fyrir deildina, til að hera fram brtt. við ákvæði 27. gr. um það, til

hvers því fé skuli varið, sem veitt er á fjárl. til stuðnings fjáreigendum, sem bíða tjón vegna ráðstafana við varnir gegn sauðfjársjúkdómum. Þar finnst mér vanta eitt atriði, sem ætti að vera þar. Þeir bændur, sem eiga grunað fé eða sýkt og verða að flytja það yfir ósýkt svæði til slátrunar, verða að flytja það á bifreiðum, og því hlýtur að fylgja nokkur kostnaðarauki fyrir þá. Mér finnst sjálfsagt, að nokkru af stuðningsfénu verði varið til að standast þann aukakostnað, því að þetta er gert beint í þágu varnanna. Ég vænti þess, að þessu verði tekið vinsamlega og af skynsemd hér í deildinni. Það væri e. t. v. æskilegt, að hv. landbn, athugaði brtt. mína, sem ég verð að bera fram skriflega. Hún er á þá leið, að aftan við 3. lið af 5 í 27. gr. komi nýr liður um, að greiða megi kostnað við bifreiðaflutning sláturfjár, sem flytja þarf yfir ósýkt svæði til sláturstaðar.