26.05.1941
Neðri deild: 67. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 925 í B-deild Alþingistíðinda. (2358)

128. mál, sauðfjársjúkdómar

Gísli Guðmundsson:

Ég get ekki fallizt á það hjá hv. form. landbn., að óþarft sé að samþ. brtt. þessa. Alveg nýlega, eftir að frv. hafði verið afgr. héðan til Ed., varð mér kunnugt um dæmi, er sýnir nauðsyn þessarar breytingar, og fleiri dæmi munu vera til. Ég veit, að mæðiveikinefnd telur sig bresta heimild til að veita slíkan stuðning.

Ef fram kæmu frá ábyrgum mönnum þær skýringar á 27. gr., að rétt væri að framkvæma hana á þennan hátt, án breytingarinnar, mundi ég eftir atvikum geta sætt mig við það. Hefði hæstv. landbrh. verið viðstaddur, hefði ég viljað bera fram fyrirspurn til hans um þetta. Fái ég ekki slíka skýringu, verð ég að halda fast við það, að brtt. mín komi undir atkv. Ég vildi mælast til þess við hæstv. forseta, að hann frestaði umr., svo að n. geti athugað málið. Það er eðlilegt, að hún eða einstakir nm. séu ekki búnir að átta sig á þessu tafarlaust.