26.05.1941
Neðri deild: 67. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 925 í B-deild Alþingistíðinda. (2359)

128. mál, sauðfjársjúkdómar

Bjarni Ásgeirsson:

Ég óska þess alls ekki f. h. landbn., að málinu verði frestað. Vitanlega get ég ekki svarað f. h. hæstv. landbrh. En augljóst er, að svo mörg merk atriði verður framkvæmdarvaldið að ákveða um, að þetta er hvorki einstætt né viðurhlutameira en sum önnur, sem þó er engin leið að telja upp eða skilgreina með nauðsynlegri nákvæmni í sjálfum lögunum. Því er gefin rúm heimild um þessi framkvæmdaratriði í 27. gr. Ég tel það tvímælalaust ráðstafanir vegna framkvæmdar laganna, ef valdboð neyðir menn til að flytja féð þannig, og þá sé eðlilegt að bæta þann aukakostnað og fyllilega á valdi mæðiveikinefndar að gera það.