06.06.1941
Sameinað þing: 24. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í B-deild Alþingistíðinda. (237)

1. mál, fjárlög

Frsm. (Bjarni Bjarnason) :

Ég get ekki hjá því komizt að segja nokkur orð í sambandi við það, sem fram hefur komið í þessum umr. Margt af því er næsta furðulegt, t. d. þau ummæli, að fjvn. hafi stefnt fjárl. í óefni og hafi þar með gefið hv. þm. það fordæmi, að rétt væri að gera meiri kröfur til fjárframlaga. Þessu vil ég svara þannig, að n. hefur í því starfi sínu að fullnægja, svo sem verða mátti, óskum og kröfum einstakra hv. þm., ekki gengið lengra en það, að greiðsluhallinn yrði svipaður þeirri upphæð, sem ætluð er til afborgunar á lánum. Það getur enginn með réttu haldið fram, að slík afgreiðsla sé ógætileg. Það er einkennilegt, að hv. þm. skuli ámæla fjvn. fyrir þetta sjónarmið, þegar hennar starf hnígur í þá átt að fullnægja óskum hv. þm. Ef Alþ. vill mótmæla gerðum fjvn., þá getur það hæglega fellt till. hennar. Ég vil benda hv. alþm, á þessa leið, og þar með hafa þeir staðfest, að þeir vilji ekki ganga eins langt og n. um fjárframlög. Geri hv. þm. ekki þetta, en greiði atkv. með þeim till., sem n. telur réttar, þá eru ummæli þeirra dauð og ómerk í hennar garð.

Mér þótti harla einkennilegt það, sem kom fram í ræðu hæstv. forsrh. Hann sagði, að ríkisstj. kæmi á óvart væntanleg niðurstaða á afgreiðslu fjárl. og að hún væri óánægð með þessa afgreiðslu, enda hefði henni ekki verið kunnugt um, hvernig komið sé. Ég get ekki stillt mig um að minna hann á það, að fjvn. kom ótilkvödd til ríkisstj. og tjáði henni, að n. gengi eins langt í till: sínum um fjárframlög og hægt væri, en þrátt fyrir það lægi fyrir mikið af till. frá einstökum hv. þm. Enn fremur benti n, á, að mörg frv. hefðu verið samþ. á þinginu, sem hefðu útgjöld- í för með sér, og einnig væru mörg slík frv. undir umr. Nú vil ég ekki ásaka ríkisstj. hvorki um brtt. einstakra hv. þm. né heldur um ýmiss konar löggjöf, sem Alþ. hefur afgr., því að verulegur hluti þeirra var fluttur af einstökum þm. En það hefur ekkert skeð í þessum efnum, sem ríkisstj. er ekki eingöngu auðvelt að vita um, heldur er henni líka skylt að fylgjast með því, hvað líður þeim málum, sem hafa útgjöld í för með sér. Til þess að ríkisstj. gæti enn þá haft tækifæri til að átta sig á þessum málum, þá gekkst ég fyrir því, að síðustu umr. fjárl. yrði ekki lokið fyrr en eftir nokkra daga. Ég mótmæli því, að fjvn. hafi með afgreiðslu sinni á fjárl. gert annað en tilraun til að fullnægja óskum hv. þm. En þrátt fyrir það, þó að fjvn. hafi lagt mikla vinnu í að úthluta þessu fé eins réttlátlega og í hennar valdi stóð, er enn þá mikill fjöldi þm. óánægður og vill fá . meiri fjárframlög. Fjvn. hlýtur að beita sér móti öllum þeirra till., með þeirri vitund, að hún hafi unnið eins vel og hún gat. Ég vil benda á, að það hefur ekki verið rætt um lækkun tolla á sykri og kornvöru við fjvn., en heyrzt hefur nefnd 1 millj. í því sambandi. Ef tekjuþörf ríkisins er svo mikil sem nú er útlit fyrir, væri rétt að taka til athugunar, hvort æskilegt sé að fara þessa leið.

Ef stjórninni tekst ekki að afla meiri tekna en í frv. er gert ráð fyrir og getur ekki staðið við þær greiðslur, sem bundnar eru sérstökum 1. eða heimildargreinum, færi vandinn að blasa við. Og stærsta till., sem fram hefur komið, er annaðhvort frá hæstv. atvmrh. eða stjórninni í heild, og á ég hér við framlag til sjómannaskóla. Hæstv. atvmrh. hefur talið, að um það hafi verið rætt í stj. að veita fjárhæð til sjómannaskóla, en síðan hafi málið verið hrifsað úr höndum hennar með frv. tveggja þm. um byggingu sjómannaskóla. Í frv. er gert ráð fyrir 300 þús. kr. framlagi í þessu skyni. Hafi þá verið valin sú leið að stoppa það frv., en láta þessa till. koma fram, en hún er sú hæsta, sem hér hefur verið mælt með.

Ég ætla mér ekki að viðhafa neinn reiðilestur við hæstv. ríkisstjórn, enda hefur hún ekki gefið tilefni til þess með framkomu sinni gagnvart fjvn., en ræður þm. og ummæli hæstv. forsrh. hafa gefið tilefni til þess, að ég hef látið þessi orð falla.

Einstakir þm. hafa talað með mikilli vandlætingu um till. n., þótt þeir séu sjálfir kröfufrekir um fjárframlög. Hv. þm. Vestm. hefur látið svo um mælt, að sér sé starsýnt á þessar hækkunartill., en sjálfur á hann allháa brtt. hjá fjvn., sem er fram borin eftir hans eigim ósk. Þá má og minna hv. hm. á þingsályktunartill. um kaup á hlutabréfum í Útvegsbankanum. Engin till. mun fela í sér önnur eins fjárútlát fyrir ríkissjóð, ef samþ. verður.

Hv. 1. þm. N.-M. minnti mig á nokkuð, sem hann ræddi um fyrr við umr., sem sé, að ýmsar till. fjvn. bentu til, að hún stefndi til einræðis, og nefndi þar til till. um framlög til lendingarbóta og brúargerða.

Ég vil benda hv. þm á.,. að meira en helmingur fjárhæða til lendingarbóta og hafnargerða munu vera án hafnarlaga, en þetta er siður, sem árum saman hefur tíðkazt hér á Alþingi. Margar till. fjvn. um fjárveitingar til lendingarbóta og hafnargerða styðjast ekki við hafnarlög, en allar bornar fram eftir upplýsingum og viðtölum við vitamálastjóra, sem jafnframt er þm. og á sæti í fjvn.

Um brúaféð er það að segja, að því var hér áður fyrr skipt niður til bygginga þeirra brúa, sem fjvn. áleit eiga mestan rétt á sér. Á síðari þingum hefur þetta ekki verið gert, vegna þess hve vafasamt hefur þótt um brúabyggingar vegna erfiðleika á efniskaupum. Hér er því ekki verið að stefna neitt í einræðisátt, en það er ekki nema eðlilegt, að opinber embættismaður eins og vegamálastjóri ráði mestu um, hvaða ár eru brúaðar. Hitt mætti segja, að væri kannske aðgengilegra að ákveða í nál., hvernig fénu væri skipt, í. samráði við hann og fleiri þm. en sæti eiga í fjvn. — Ég vil líka benda hv. þm. á, að Búnaðarfélag Íslands fær stórkostlegar fjárhæðir án þess að Alþingi kveði á um það, hvernig þær skiptast.

Hv. þm. Ísaf. (FJ) gerði húsmæðraskólana, rekstrarstyrk þeirra og stofnkostnað að umtalsefni. Hæstv. fjmrh. hefur nú svarað hans ræðu á þann veg, að ég vænti, að hv. þm. megi við una og geti því tekið sína till. aftur, því að þær 60 þús., sem ætlaðar eru til rekstrar húsmæðraskólunum, eru áætlunarupphæð, og að sjálfsögðu mundi ríkisstj. greiða það, sem á kynni að vanta, þar sem skólarnir eru reknir samkv. sérstökum lögum. Um stofnkostnaðinn gegnir nokkuð öðru máli, því mér er ekki kunnugt um, að fyrir liggi nein ósk um byggingu nýs húsmæðraskóla sem stendur. Aftur á móti er það svo með héraðsskólana, að á síðasta þingi voru samþ. lög þess efnis að heimila ríkisstj. að greiða verulegan hluta af stofnkostnaði þeirra umfram það, sem verið hefur. Nefnd, sem starfað hefur að því að athuga fjárhag héraðsskólanna, hefur nú nýlokið störfum. Hefði því verið ástæða til að taka upp hærri till. en áætlað er í fjárlfrv., en hæstv. fjmrh. óskaði ekki eftir, að svo yrði gert, en fyrir liggur till. um að heimila ríkisstj. að greiða þann kostnað, sem leiðir af nýju héraðsskólalögunum og áliti matsnefndar.

Ég mun svo láta þessi orð nægja, en vil endurtaka andmæli mín gegn því, að fjvn. hafi sýnt nokkra óaðgæzlu, og tel mig hafa hnekkt þeim ummælum sem óréttmætum.