05.05.1941
Efri deild: 52. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 929 í B-deild Alþingistíðinda. (2375)

139. mál, stríðsslysatrygging sjómanna

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Ég vil aðeins bæta við það, sem sagt hefur verið um þetta mál, að það er flutt af allshn. Ég geri ráð fyrir, að n. taki til athugunar, hvort ekki þarf að gera einhverjar breyt. á frv. Mér dettur í hug, hvort frv. á ekki að vera heldur víðtækara en hér er gert ráð fyrir. Ef til þess kemur, að önnur skip sigli milli landa en þarna greinir, mundi þurfa önnur 1. til að lögfesta þá tryggingu, sem mundi gilda það sama um og í þessu frv. Ætti því að koma inn í frv. möguleika fyrir því að tryggja alla menn, sem sigla á fiskiskipum. Þetta getur n. gert milli umr., án þess að málinu verði vísað beinlínis til n.