07.05.1941
Efri deild: 54. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 930 í B-deild Alþingistíðinda. (2377)

139. mál, stríðsslysatrygging sjómanna

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Við 1. umr. málsins gerði hæstv. félmrh. grein fyrir efni. frv., og er því óþarfi að fara út í það nú. Við athugun frv. hjá allshn., sem flutti málið, kom í ljós, að nauðsyn ber til þess að gera nokkru víðtækara það, sem felst í 2. gr., og það fer brtt. fram á. Í frv. er aðeins gert ráð fyrir því, að þessi tryggingarskylda sé bundin við farskip ein, og stafar það af því, að þar hafa verið gerðar samþykktir um þessar tryggingar. Hins vegar má reikna með því, þó að síðar verði, að það verði gerðar samþykktir sömuleiðis hvað tryggingarnar snertir á öðrum skipum. N. þótti rétt að láta þetta koma strax fram við þessa umr., að slíkar skyldur skyldu einnig hvíla á útgerðarmönnum, sem ráða skipum, þegar þau byrja að sigla til útlanda. Að öðrum kosti hefði þurft að bera fram nýtt frv., sem lögheimilaði þetta. Ég býst við, að það verði, enginn ágreiningur um þetta, sem sjálfsagt mun vera talið nauðsynlegt. Ég get upplýst það, að þær litlu umr., sem fram hafa farið milli fulltrúa togaraeigenda og sjómanna, bera það með sér, að það hefur verið gengið út frá því, að tryggingarnar . verði samhljóða því, sem nú hefur verið samþ. um hafskip, og þessi brtt. byggist að miklu. leyti á því.