04.06.1941
Neðri deild: 70. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 931 í B-deild Alþingistíðinda. (2385)

139. mál, stríðsslysatrygging sjómanna

Frsm. (Vilmundur Jónsson) :

Mér nægir að vísa til nál. á þskj. 676. Meiri hl. n. og raunar n. öll hefur orðið ásátt um að mæla með samþykkt frv., þó að dálítill ágreiningur sé um brtt. n., með því að einn nm. gerir fyrirvara um eina till. En till. sú er fólgin í því, að breytt er dálítið ákvæðum um, til hverra skipa þessi trygging skuli ná.

Fyrri liður seinni till. er aðeins orðalagsbreyt. Þótti okkur skýrar kveðið á eins og við leggjum til.

Síðari liðurinn er aftur á móti nýmæli, þar sem ætlazt er til, að kveðið verði á um upphæð iðgjalda. Fiskiskip, sem eingöngu stunda fiskveiðar við strendur landsins og sigla ekki milli landa, skulu samkv. till. greiða í iðgjald, frá 1. jan. 1941 að telja, 4 kr. fyrir hvern tryggðan skipverja á viku, en ríkissjóður afgang iðgjaldsins. Uppbót (bonus), sem þessum skipum kann að tilfalla, gengur fyrst og fremst til endurgreiðslu á framlagi ríkissjóðs. N. hefur skilizt svo um þetta atriði, og eins það, hve víðtæk tryggingin er gerð, að samkomulag sé um það milli fulltrúa þeirra, sem hér eiga hlut að máli.