16.05.1941
Neðri deild: 61. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í B-deild Alþingistíðinda. (2441)

94. mál, girðingar til varnar gegn útbreiðslu sauðfjársjúkdóma og fjárskipta

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson) :

Mér finnst þessi viðleitni hv. andstæðinga frv. miklu hreinlegri, að leggja til að fella niður það, sem þeim er verst við, heldur en að vilja eyðileggja málið allt. En um brtt, vil ég segja það, að n. leggur eindregið á móti henni. (HelgJ: Hefur n. athugað till? Hún kom fram fyrst núna). Ég held, að ég skýri ekki frá neinu launungarmáli, þegur ég segi, að þessi hv. þm. skýrði mér frá því í morgun, að þessi till. mundi koma. N. bar sig síðan saman um hana og samþ. að mæla á móti henni.