25.04.1941
Neðri deild: 44. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í B-deild Alþingistíðinda. (2538)

70. mál, Háskóli Íslands

Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Ég vil leyfa mér að skjóta því til hæstv. forseta, hvort ekki sé rétt að taka málið af dagskrá. Það er flutt að beiðni hæstv. forsrh., og þar sem fram eru komnar till., sem, eins og hv. 2. þm. Skagf. gat um áðan, kippa algerlega grundvellinum undan frv., þá kynni ég betur við, að hæstv. kennslumálarh. væri viðstaddur, áður en þessari umr. lýkur. Ég veit ekki betur en frv. sé borið fram í samráði við aðra ráðherra í ríkisstjórninni, en það er hæstv. kennslumrh., sem á að hafa orð fyrir því. Ég vil því mælast til þess við hæstv. forseta, að hann fresti umr. og taki málið af dagskrá.