25.04.1941
Neðri deild: 44. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í B-deild Alþingistíðinda. (2539)

70. mál, Háskóli Íslands

Gísli Sveinsson:

Herra forseti! Ég álít eðlilegast, að flm. brtt. tækju þær aftur til 3. umr., en málið sjálft fengi að ganga áfram. Málið hefur nú þegar tafizt nóg, og má ekki verða framhald á slíkum töfum, ef það á að ná fram að ganga. Ég tel ekki heldur líklegt, að hæstv. forsrh. gerði sér meira far um að mæta við umr. síðar, þó henni væri frestað nú, því að þótt það sé flutt að tilhlutun hans, hefur hann gætt þess vandlega að koma ekki nálægt því eftir að það var komið inn í deildina.