25.04.1941
Neðri deild: 44. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 988 í B-deild Alþingistíðinda. (2556)

70. mál, Háskóli Íslands

Pálmi Hannesson:

Hv, þm. V.-Ísf. vék nokkuð að brtt., sem ég og hv. 2. þm. Árn. höfum borið fram, og gat þess m. a., að viðskiptaháskólinn ætti sér enga stoð í 1., og hv. þm. áleit, að mér skildist, að það væri alveg einsdæmi. Ég efast ekki um, að hv. þm., sem verið hefur fræðslumálastjóri, muni vita, að það er ekkert einsdæmi. Stærðfræðideild menntaskólans starfaði aðeins eftir stjórnarráðsbréfi frá stofnun hennar og til 1936, er skólanum var sett ný reglugerð, og menntaskólinn á Akureyri starfar eftir reglugerð, sem sett var fyrir menntaskólann í Reykjavík árið 1904, en lögð niður 1936. Og það má enn fremur benda á það, að sú lagasetning, sem hér er um að ræða fyrir viðskiptaháskólann, er ekki mikil, aðeins tvö orð í l. gr.: „og hagfræði“. Með leyfi hæstv. forseta langar mig til að lesa 1. gr. háskólal.: Í háskóla Íslands eru þessar fimm deildir: Guðfræðideild, læknadeild, lagadeild, heimspekideild og atvinnudeild. En í því frv., sem hér liggur fyrir, er lagt til að 1. gr. orðist svo, með leyfi hæstv. forseta: Í Háskóla Íslands eru þessar 5 deildir: Guðfræðideild, læknadeild, laga- og hagfræðideild, heimspekideild og atvinnudeild. Þessi mikla stoð, sem hv. þm. álítur, að viðskiptaháskólinn fengi með þessari lagasetningu, er aðeins tvö orð, „og hagfræði“. (GÞ: Ekki bæta þau nú úr skák). Ég get ekki lagt mikið upp úr þeim röksemdum. Skólinn er nýr, það vita menn. Og ég tel, að ekki hefði verið ráðlegt að rígbinda honum skorður með reglugerð frá upphafi. Hitt er eðlilegra, að láta hann vaxa og marka honum starfssvið með reglugerð eftir því, sem sýnt er, hvað kleift er að fara. Nú hefur verið samin reglugerðin fyrir þennan skóla, og þarf aðeins staðfestingar til að taka gildi. Hæstv. ráðh. lýsti yfir því, að reglugerðin hefði ekki verið staðfest fyrir þá sök eina, að þetta mál lá fyrir þinginu. Og ég býst ekki við, að nein vankvæði séu á að staðfesta hana, og þá hefur skólinn nákvæmlega jafnmikla lagastoð og menntaskólinn í Reykjavík hefur nú. Hitt skiptir meginmáli, hvort eðlilegra sé að hafa viðskiptaháskólann sem hluta af háskólanum, og vil ég í því sambandi benda ú það, .að á Norðurlöndum er það langalgengast, að verzlunardeild sé ekki við háskóla, heldur sé verzlunarháskóli sérstök stofnun. Þetta byggist á því, að ég hygg, að þessir skólar starfi bezt þannig, að þeir séu ekki akademiskir. Og það er rétt, eins og tekið hefur verið fram, að í verzlunarháskóla erlendis er stúdentspróf ekki algengt inntökuskilyrði. Svo er einnig um verkfræðingadeildir o. fl. Ég mundi ekki óska þess, að menntaskólinn yrði gerður að hjáleigu frá háskólanum, eins er verið að leggja til að viðskiptaháskólinn verði, því ég álít, að þessir skólar njóti sín bezt með því að vera sérstakar stofnanir. Það hafa komið till. fram í þá átt að taka tvo bekki menntaskólans og bæta þeim við háskólann, þar sem kennd eru forspjallsvísindi. Teldu hv. þm, það æskilegt? En svipuðu máli virðist mér gegna um viðskiptaháskólann. Hv. þm. Barð. og nokkrir aðrir hv. þm. hafa vikið hér að öðrum greinum frv. Ég lít svo á, að hv. þm. V.-Ísf. hafi svarað þeim röksemdum, sem þar komu fram. Hv. þm. Barð. deildi á menntmn. fyrir að hafa lagt frv. fyrir Alþ. Og kemur mér það undarlega fyrir, því að hv. þm. veit vel, að það er alsiða, að þingnefndir bera fram frv. sem þetta, sem þeim eru send frá stj. og láta þau koma fram til umr. á Alþ. Og við 1. umr. þessa máls hér í hv. d. flutti flm., hv. þm. V.-Sk., fyrir hönd n. mjög ýtarlega framsöguræðu, þar sem hann kom inn á öll atriði málsins, bæði þau, sem menn voru sammála um, og eins hin, sem ágreiningur var um. Og að þeirri framsöguræðu haldinni gerðum við hv. 2. þm. Árn. grein fyrir okkar afstöðu í málinu.

Þær aðfinnslur, sem hv. þm. Barð. var með í garð menntmn., skoða ég sem áreitni, sem ekki er ný bóla af hálfu þessa hv. þm. Á næstsíðasta þingi var togstreita milli allshn. og menntmn. Þá féllu nokkur orð af munni Þessa hv. þm., (BJ: Um sannleikann), sem hann beindi til menntmn. og sýndi hug hans til n. þá. Sá hugur hans virðist óbreyttur enn.