24.05.1941
Efri deild: 67. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1032 í B-deild Alþingistíðinda. (2611)

157. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

Frsm. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti! Ég verð, satt að segja, að segja það, að ég get ekki vel séð, hvaða munur er á því, hvort málinu er frestað við þessa umr. eða frestað að koma með brtt. þangað til við 3. umr. og málið látið ganga gegnum 2. umr. nú. En ég ætla alls ekki að gera þetta að neinu kappsmáli. Ég veit, að tíma þingsins er þannig háttað, að það er ekki gerandi leikur að því að etja neinu kappi um málið, sem getur orðið til trafala fyrir það. En mér virðist hv. 2. landsk. hafa á orði, að hann mundi í hegningarskyni, ef ég vildi ekki samþ. að taka málið af dagskrá nú, tala hér í málinu. Ég vildi, að svo komnu máli, til þess að forða málinu frá öllum slysum, samþ., að málið verði tekið af dagskrá nú. En það er einungis af þeim ástæðum, að því er hótað að tefja málið ella.