13.06.1941
Neðri deild: 78. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1037 í B-deild Alþingistíðinda. (2626)

157. mál, stríðstryggingafélag skipshafna

Frsm. (Sigurður E. Hlíðar) :

Árið 1940 voru l. sett 12. febr. um stríðstryggingafélag íslenzkra skipshafna. Það hefur komið í ljós í framkvæmd þessara laga, að nokkuð skortir á, að þau væru fullnægjandi. Þess vegna var það, að sjútvn. hv. Ed. bar fram frv. um breyt. á þessum 1., og þessa till. til breyt. á 1. gefur nú að líta á þskj. 658, í frv. því, sem hér liggur fyrir.

Sjútvn. þessarar hv. d. hefur athugað þetta mál og borið frv. saman við 1., og var n. öll á eitt sátt um að mæla með því, að þetta frv. næði fram að ganga.

Það þarf ekki beinlínis að koma inn á þær breyt. á 1., sem í frv. felast, því að þær liggja ljóst fyrir í frv. á þskj. 658. En breyt. eru aðallega bundnar við 1. gr. 1. og eru aðallega endurskoðun á 2. og 3. málsgr, þeirrar gr. Með leyfi hæstv. forseta ætla ég að lesa hér upp úr l. og frv. til skýringar á því, í hverju breyt. liggur. 2. málsgr. 1. gr. 1. hljóðar svo:

„Með stríðsslysum er átt við öll slys, sem verða beinlínis af völdum styrjaldar eða borgaraóeirða, þar sem vopnum er beitt: En með frv. er lagt til, að aftan við þetta bætist: „Ef styrjaldaraðgerðir eru aðeins meðvaldandi að slysinu, má lækka skaðabætur um þriðjung eða tvo þriðju hluta, eða fella þær alveg niður, eftir því hve mikinn þátt aðrar orsakir teljast eiga í slysinu.“

Sömuleiðis er í 3. málsgr. 1. gr. 1.: „Trygging samkv. 1. þessum tekur einnig til þess, er skipshöfn ferst með skipi, sem týnist án þess að til spyrjist, hversu týnzt hefur.“ En í frv. er lagt til, að aftan við þetta bætist: „Þó má lækka skaðabætur eða fella þær niður með öllu, á sama hátt og fyrr greinir, eftir því hve miklar líkur eru fyrir því, að skipið hafi farizt af öðrum orsökum en styrjaldaraðgerðum, nema sérstaklega hafi verið um samið milli útgerðarmanns og Stríðstryggingafélagsins, að félagið taki fulla áhættu gegn ákveðnu viðbótariðgjaldi.“

Þetta eru aðalbreyt. með frv., og ég mæli með því fyrir n. hönd, að það verði samþ.