14.06.1941
Neðri deild: 80. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1050 í B-deild Alþingistíðinda. (2667)

85. mál, tollskrá

Ísleifur Högnason:

Vegna þessarar breyt., sem síðasti ræðumaður var að geta um, ætla ég að benda á það, að í frv. því, sem var aftur til.3. umr. í morgun, er ríkisstj. veitt heimild til að fella burt toll af nokkrum kornvörutegundum og lækka toll af sykri.

Af undangenginni reynslu af því, hvernig hæstv. ríkissj. eða fjmrh. notar slíkar heimildir, þá lízt mér ekki á að fella niður þetta ákvæði úr lögunum. Þetta þarf að vera bindandi, en eins og ég sagði áðan, er hér aðeins um heimild að ræða.

Ég mun því greiða atkv. gegn því; að þetta verði tekið burt úr frv. því, sem hér liggur fyrir.