14.06.1941
Neðri deild: 80. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1065 í B-deild Alþingistíðinda. (2701)

136. mál, ófriðartryggingar

Frsm. (Garðar Þorsteinsson) :

Af því að nú er matmálstími, skal ég reyna að vera stuttorður. Allshn. hefur athugað þetta frv. og mælir með, að það verði samþ. Ég sé ekki ástæðu til þess að lýsa efni frv., því að það er gert í grg. Þær breyt., sem n. hefur gert á frv., eru lítið annað en orðabreyt. Fyrsta brtt. er aðeins til skýringar. Brtt. við 6. gr. er aðeins orðabreyt., þó mætti kannske segja, að hún sé aðeins efnisbreyt. að því leyti, að þar er tekið fram, að ekki megi veita nema 5% vexti. — 3.–6. brtt. eru aðeins orðalagsbreyt. 7. brtt. er einnig aðeins umorðun að því er snertir fyrri málsgr., en efnisbreyt. að. því er snertir hina síðari. Hún er efnisbreyt., í þá átt að færa efni þessarar gr. til samræmis við fyrri hluta hennar.

Ég hygg, að það sé ekkert frekara í brtt., sem ástæða er til að ræða nánar. Allshn. er sammála um það, að nauðsynlegt sé að stofna til þessara trygginga vegna þess, að einstakir menn hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum hernaðarins.