13.06.1941
Neðri deild: 78. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1120 í B-deild Alþingistíðinda. (2735)

168. mál, ráðstafanir og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Haraldur Guðmundsson:

Ég lét þess getið við 1. umr. þessa máls, að ég teldi miklu máli skipta, að inn í frv. kæmu ákvæði um eftirlit með verðlagi og jafnframt ákvæði um fulla verðlagsákvörðun. Frv. hefur verið breytt þann. veg, ef samþ. verður brtt. 741, að i staðinn fyrir það að setja glögg verðlagsákvæði, þá er sagt með almenntun orðum, hver er tilgangur 1., sem sé sá, að halda niðri verðlagi á nauðsynjavörum innanlands, og allt er þetta gert að undangengnum athugunum á þeim aðstæðum, sem fyrir hendi eru. Ég mun sætta mig við það, að ekki eru skýrari ákvæði í 1. en þetta, ef samþ. verður sú brtt. um tekjuöflun, sem fram kemur sumpart f till. n. allrar og sumpart á þskj. 742, frá mér og hv. 3. landsk. og hv. þm. A.-Húnv.

Um brtt. 741 þarf ég ekki nema örfátt að segja til viðbótar því, sem hv. frsm. sagði hér áðan. Þó vildi ég mega taka það fram, að ég ætla, að mér sé óhætt að segja frá því, að það sé skoðun n. allrar og þeirra ráðh., sem hún hefur átt tal við, að orðalag 4. gr. frv, eigi við það, að það sé ekki einungis hægt að hafa mismunandi há gjöld á einstökum vörutegundum, heldur líka mismunandi há gjöld á sömu vörutegund á ýmsum tímum árs, ef það þykir henta. Þá er einnig í brtt. 741 lagt til, að aftan við fyrri málsgr. gr. bætist: „svo og að undanþiggja þær útflutningsvörur, sem seljast lægra verði en hún telur, að framleiðslukostnaði nemi.“ En meginágreiningur innan n. var um tekjuöflunarleiðina, eins og einnig kom fram við 1. umr. málsins. Meiri hl. n. hefur lagt til, að horfið yrði frá þeirri tekjuöflunarleið, sem gert er ráð fyrir í 5. gr. frv., en í stað þess tekin upp sú leið að leggja á allt að 50% aðflutningstoll á tóbak og áfengi, og auk þess verði jafnað niður 10% viðauka við tekju- og eignarskatt ársins 1941. Ég skal aðeins geta þess í þessu sambandi, að í ríkisreikn. fyrir árið 1939 hafa tollar af áfengi og innlendum vörutegundum numið 3 millj. og 30 þús. kr., þannig, að ef heimild þessi væri notuð að verulegu leyti, þá má búast við, að um verulega tollaaukningu verði að ræða. Auk þess má geta þess, að ég hygg, að tollar hafi heldur aukizt síðan 1939, að þingið veitti álagningarheimild að því er tóbakið snertir. Nú get ég ekki fullyrt neitt um það, í hversu ríkum mæli þessi heimild kann að verða notuð af ríkinu, en það er rétt að taka það fram, að það var tekið fram í n. og samþ., að mér skildist, af þeim ráðh., sem var á fundi n., að tollur skyldi hækka á einstökum framleiðsluvörum, en þar sem hér er aðeins um fáar vörutegundir að ræða, eru engar líkur til, að tollar af þeim hrökkvi til: Við leggjum því til, að til viðbótar verði sett 10% álag á tekju- og eignarskattinn, sem lagður er á á þessu ári.

Ég þarf ekki að gera frekari grein fyrir brtt., og nægir þar aðeins að vísa til þeirra ummæla, sem ég lét falla við 1. umr. málsins. Það er mjög rætt um þessa tekjuöflunarleið, sem við viljum fara, en það er ljóst, að hún hefur þann skýlausa kast, að skattarnir lenda fyrst og fremst á þeim mönnum, sem verja fé sínu í óþarfa.

Ég skal ekki taka upp kappræður um 5. gr. frv., þó að frsm. gæfi tilefni til þess, en vil aðeins benda á það, að ef það er virkilega ætlun hans, að þeir, sem hæstar hafa tekjurnar, eigi að gjalda hæstan skatt, þá er það ekki leiðin til að ná því takmarki að hafa skattinn eins og gert er ráð fyrir í frv. Eftir frv. verður skatturinn jafnmikill af hverjum hundrað krónum, hvort um er að ræða 7 þús. eða 100 þús. kr. tekjur. Ég tel þetta ekki rétta aðferð um skattálagningu, auk þess sem hér er horfið frá þeim grundvelli, sem ákveðinn var með tekjuskattsl. í vetur. Um brtt. 743 vil ég taka það fram, að ég get ekki fallizt á að greiða henni atkv. mitt, og er það sumpart af sömu ástæðum og hv. frsm. tók fram og sumpart af mörgum öðrum, sem ég þarf ekki að taka fram, nema sérstakt tilefni gefist til þess.“