14.06.1941
Neðri deild: 80. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1169 í B-deild Alþingistíðinda. (2759)

168. mál, ráðstafanir og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Pétur Ottesen:

Mér kom það satt að segja nokkuð á óvart, að þetta mál skyldi vera tekið fyrir nú, því að ég hafði hugsað mér að flytja brtt. við þessa umr., auk þess sem ég þarf að víkja nokkrum orðum að ríkisstj., vegna þess hvernig hún tók undir tillögu, sem ég bar hér fram í góðum hug, um að gerð yrði enn ein tilraun til að ná samkomulagi um þann ágreining, sem er innan, stjórnarinnar um þetta mál. Ég vildi því fara fram á, að málinu verði frestað a. m. k. þangað til seinna í dag. Ég veit, að það þarf að flýta afgreiðslu þess, en þó hygg ég, að þetta væri óhætt, og þykist ekki vera sekur um að tefja fyrir framgangi þingmála, svo að vel mætti sinna ósk minni um þetta, og vænti, að hæstv. forseti geri það.