17.03.1941
Efri deild: 18. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í B-deild Alþingistíðinda. (278)

5. mál, einkasala á tóbaki

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Það þarf í sjálfu sér enga framsögu um þetta mál.

Það leiddi af viðskiptasambandsslitunum við Danmörku, að það varð að sjá fyrir tóbaksþörf landsmanna hvað neftóbak snertir með því að koma á fót neftóbaksgerð. Til þess var engin heimild í l., að ríkið starfrækti slíkt fyrirtæki, og þótti réttara að fá slíka heimild með bráðabirgðal, Er þetta frv. borið fram til staðfestingar þeim bráðabirgðal. samkv. 23. gr. stjskr.

Ég legg til, að frv. verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og fjhn.