16.06.1941
Efri deild: 82. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1201 í B-deild Alþingistíðinda. (2787)

168. mál, ráðstafanir og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég ætla ekki að fara að eyða tíma hv. d. með löngum orðræðum né fara út í brtt. nm. Fjhn. sendi sameiginlegt nál., en svo fara hv. nm. sinn í hverja áttina í till. sínum. Fyrsti í suður, annar í vestur og þriðji í austur.

Það var út af brtt. minni á þskj. 769, sem ég vildi segja örfá orð.

Þetta er ekki breyt. á sjálfu frv., heldur meira skýringartill. en brtt. við 2. mgr. 1. gr. frv., sbr. orðin „og til annarra ráðstafana, sem óhjákvæmilega nauðsynlegar kynnu að þykja af styrjaldarástæðum,“ o. s. frv., en svo er brtt. mín áframhald af þessu, og gengur út á það, að stjórn Búnaðarfélagsins láti fara fram rannsókn a því, hve mikið þurfi að greiða bændum fyrir afurðir þeirra, svo þeir geti fengið sér kaupafólk í sumar og búskapur geti borið sig.

Styrjaldarástandið hefur gerbreytt öllum hlutföllum milli afurðaverðs og kaupgjalds í landinu og komið., því til leiðar, að bændur hafa ekki fengið eðlilega hátt verð fyrir afurðir sínar. Kaupgjaldið hefur tvö- eða þrefaldazt, en samkv. því yrði verð á framleiðsluvörum bænda að tvöfaldast eða þrefaldast. Þetta er ekki barlómur fyrir bændur. Ég veit að þeir kæra sig ekki um það. En þeir telja sig með réttu vanhaldna, samanborið við aðrar stéttir. Ef ekki væri um pestir og vanhöld að ræða í fé, þá hefðu margir hlotið góðan gróða, því sölur hafa verið góðar, samanborið við fyrri ár. En einmitt vegna pestanna hafa, flestir sauðfjárbændur borið mjög skarðan hlut frá borði, því þeir hafa verið að missa niður bústofninn, þegar útlitið með afurðasölu fór batnandi.

Mjólkurframleiðendur hafa yfirleitt ekki haft. sæmilega afkomu á síðastl. fardagaári, og á komandi fardagaári má gera ráð fyrir, að allt fari hækkandi, sem þeir þurfa að kaupa að, en hins vegar ekki útlit fyrir verulega hækkun á mjólkurafurðum, og þó sumt hækki lítils háttar samkv. verðlagsákvæðum, þá er það samt engan veginn nógu hátt samanborið við kaupgjaldið. Það hefur sums staðar við sjávarsíðuna ferfaldazt síðan 1939. Og nóg er um ýmsa aðra vinnu , nú en sveitavinnu, a. m. k. Bretavinnu í mörgum kaupstöðum. Ef ekki verður reynt að kippa þessum málum í lag með hagsmuni bændanna fyrir augum, þá hljóta þeir, sem verst eru staddir, að flosna upp og leita til kaupstaðanna.

Krafan er nú ekki hærri en að bændur beri svipað úr býtum og þeir, sem vinna fyrir kaupi í landinu. Enda er ég ekki að bera launastéttunum það á brýn, að þær vinni ekki fyrir kaupi sínu. Það er aðeins farið fram á, að bændur fái svipaðar eftirtekjur eftir sín störf og aðrir. Búnaðarfélagið á, samkv. brtt. minni, að athuga, hvernig hag bænda er háttað, en svo að gæta þess, að þeir, sem bera skarðan hlut frá borði og fá óeðlilega lágt verð fyrir afurðir sínar, hljóti uppbót á það, sem selst of lágt.

Það er þetta, sem vakir fyrir mér með till. minni. Og ég hygg, að fáir muni telja þetta ósanngirni eða heimtufrekju.