16.06.1941
Efri deild: 82. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1219 í B-deild Alþingistíðinda. (2794)

168. mál, ráðstafanir og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Magnús Jónsson:

Það fer að líða að því, að rétt sé að stytta umr., og skal ég því ekki taka þátt í þeim deilum, sem upp hafa komið. Ég verð þó að víkja nokkrum orðum að þeim, sem hafa talað síðan ég gerði grein fyrir brtt. minni.

Mér þótti það mikils virði, að hæstv. viðskmrh. játaði, að þetta væri í rauninni gengismál, því að þar með hefur hann gengið inn á það, að tvær leiðir séu færar út úr þessum ógöngum. Hitt er annað mál, að það getur verið deiluefni, hvora leiðina eigi að fara. Ég skal ekkert um það segja, hvort hægt er að breyta genginu, það er svo mikil hula yfir þessum samningum við Englendinga, að jafnvel utanrmn. lætur ekkert uppi um það, hvað hún viti í þeim efnum, eða hvort hugsanlegt væri að fá genginu breytt. Hv. þm. hljóta að geta séð það, að með öðrum ráðstöfunum en gengisbreyt. er ekki unnt að gera verulegar umbaetur á þessum málum. Nú er það auðvitað, að ef ekki er hægt að framkvæma gengishækkun, þá á að fara sem líkasta leið. Ég verð þó að segja það, að ég tel frv. hafa tekið miklum breyt. til bóta frá því, sem það upprunalega var, þó að enn séu á því stórir gallar.

Hv. 1. þm. N.-M. talaði hér, og mér kom dálítið á óvart sá tónn, sem var í ræðu hans, af því að ég vissi ekki til þess, að ég hefði gert neitt á hluta þessa hv. þm. En hann virtist vera mér mjög reiður út af því, að ég hafði talið það vera röskun á tekjuskattsl. þeim, sem samþ. voru á þessu þingi, ef það álag á tekjuskattinn hefði verið látið gilda, sem upphaflega var stungið upp á í þessu frv. Hv. þm. fannst það hin mesta fjarstæða, að ég skyldi tala um illa undirbúna löggjöf í sambandi við þetta frv. En ég verð að segja það, að ef nokkur löggjöf hefur verið illa undirbúin, þá er það þetta frv. eins og það upphaflega var.

Þá verð ég að halda því fram, að hv. 1. þm. N.-M. hafi ekki haft heyrnartólin í sem beztu lagi, fyrst hann heldur því fram, að ég hafi sagt, að menn ættu að þjóta úr einni atvinnugreininni í aðra eftir því, sem bezt gengi með að fá vinnu. Ég held, að þessi misheyrn þm. hljóti að stafa af því, að hann sé nú orðinn syfjaður. Það, sem ég sagði, var það, að menn þyrftu að gæta hagsýni og stunda þá atvinnugrein, sem borgaði sig bezt. Þá virtist hv. þm. ekki hafa haft heyrnartólin í lagi, þegar ég talaði um mjólkurmálið, því að hann sagði, að ég hefði sagt, að baendurnir fengju ekki nema 1/3 af því, sem borgað væri fyrir mjólkina hér. Ég sagði ekki eitt einasta orð um það, en ég sagði, að búið væri með þessu mikla mjólkurskipulagi að koma því til leiðar, að 1/3 af neyzlumjólkinni færi í hverja hækkun, sem á henni yrði. M. ö. o.; að hver hækkun mjólkurinnar til neytenda deildist með þremur til þeirra manna, sem framleiða hana.

Ég verð að segja það, að ég þori varla að fara út í það að deila um reikning við þennan hv. þm., en undarlegt þykir mér, það, hvernig hv. Þm. fer að fá það út, að breyt. á húsaleigul., sem samþ. var hér á þinginu, hafi þau áhrif á vísitöluna, að hún breytist um 10–15 stig. Ég verð að segja það, að þetta er hreinasta met í reikningi hjá hv. þm. Þessi breyt., sem gerð var á húsaleigul., getur numið eitthvað nálægt 10% hækkun á húsaleigunni, en fer þó náttúrlega eftir því, hvað viðgerðarkostnaður er mikill, en að þetta geti numið 10–15 stigum á vísitölunni, það er aðeins fyrir hv. 1. þm: N.-M. að fá slíkt út. Ég veit, að þessi hv. þm. er góður reikningsmaður, en að geta komið þessu svona fyrir, það er hreinasta met í reikningi. Við skulum segja, að húsaleigan, sem borguð væri hér í bænum, næmi einni millj., þá ætti hækkunin að nema um það bil 10–15 millj. kr., — en hvar ætli þetta endaði, ef þetta væri rétt hjá hv. þm? Það er anzi hætt við því, að vísitalan gengi þá út í hreinustu botnleysu, og sannast að segja. held ég, að enginn gæti fengið þetta út nema hv. 1. þm. N.-M.

Ég held, að ég fari ekki öllu lengra út í ræðu hv. 1. þm. N.-M., en vil þó aðeins bæta við nokkrum orðum í sambandi við það, þegar hann talaði um, að framleiðslan mætti ekki dragast saman. Hann sagði, að það væri lífsspursmál, að framleiðsla landsmanna drægist ekki saman.

Hins vegar virðist þetta brjóta í bága við þá kenningu,. að það þurfi endilega að stofna til sérstaks sjóðs til verðuppbótar á útflutt kjöt. Eftir því að dæma virðist sem svo mikið kjöt sé til í landinn, að ekki sé hægt að torga því, og veit ég þá ekki, hvort rétt er að segja, að það sé lífsspursmál að hafa svona miklar kjötbirgðir í landinu til þess að borga á það verðuppbætur. Það er rétt hjá hv. þm., að það er slæmt, ef landbúnaðurinn þarf að dragast saman, en að stórvandræði stafi af þessu, það get ég nú ekki séð.

Að lokum skal ég koma að því, sem hæstv. viðskmrh. sagði, en hann lýsti því yfir, að hann , mundi. greiða atkv. með einni brtt., og með því hefur hann kveðið það niður, að menn megi ekki greiða atkv. með brtt. vegna þess, að þá þurfi frv. aftur að fara til Nd. Ég sé ekki, að það þyrfti að vera neitt athugavert við það, þó að frv. færi aftur til Nd. og þm. gæfist kostur á að athuga betur ýmsar hliðar þessa máls, sem er viðurkennt að vera eitthvert stærsta málið, sem þetta þing hefur haft til meðferðar. — Ég vil ekki ganga inn á það, sem hv. forsrh. sagði, að gengismál væru alltaf skaðleg fyrir þjóðina. Hann tók til dæmis Frakka. En þess er að gæta, að það var bara allt annað, sem skeði þar í landi; þeir vildu ekki borga skatt. Þeir eru yfirleitt ófúsir á að borga skatta. Frakkar sögðu: Við viljum heldur lána ríkinu. — Þetta fór með frankann að lokum; það verður maður að játa. En ég vil benda á aðra þjóð, sem lækkaði sinn gjaldeyri ákaflega mikið, en kom samt sínum fjármálum á góðan grundvöll með því meðal annars: Þetta voru Finnar, sú þjóð, sem stóð ein allra. Evrópuþjóða í skilum með sínar gífurlegu stríðsskuldir við Bandaríkin, og hafði lokið við að greiða þær, þegar Rússar réðust á þá, enda voru Bandaríkin mjög fús á að veita Finnum lán í styrjöld þeirra við Rússa. En Finnar felldu markið svo, að þegar ég kom til Finnlands um þessar mundir, þá gat ég fyllt alla mína vasa með peningum. En með gengisbreyt. unnu Finnar ákaflega þarft verk.

Ég skal ekki fara út í þann kafla ræðu hæstv. forsrh., þar sem barlómurinn var hæstur f. h. bænda. Það er einkennilegt, en ég hef ekki talað við nokkurn bónda, sem segir ekki, að síðasta ár, 1940, hafi verið mesta veltiár. Hefur hæstv. ráðh. talað við bændur í Mosfellssveit? Bændur í Mosfellssveit eru þjakaðir af löggjöf hæstv. forsrh., og bændur í Borgarfirði líða undir aðgerðum hv. 1. þm. N.-M. Það er blandað hér saman óskyldum málum og rokið til að fá löggjöf, ef eitthvað skortir á, að mjólkurbændur í Rvík. geti komizt af. Nú dynja yfir bændur erfiðleikar vegna hins háa kaupgjalds. Mér dettur ekki í hug, að bændur eigi að selja sínar vörur fyrir það verð, sem var fyrir stríð, en borga tvöfalt kaupgjald. En það er ekki nema lítill partur af framleiðslukostnaðinum, og það er enginn að mótmæla því, að það verði bætt upp, og eftir minni brtt. er það alhægt. Hver vara verðbætir sjálfa sig, eða réttara sagt, ríkissjóður verðbætir vöruna. Það á að halda vörunum í því verði, sem talið er hæfilegt, til neytenda. Alveg eins og það hefur verið gert áður, mætti gera það nú. Mismunurinn kemur svo úr ríkissjóði til verðbóta.

Hæstv. ráðh. lýsti því, og ég var honum sammála, hvernig það verkaði á menn, þegar peningagengi er að falla. Það er voðalegur dans og síaukinn hraði. Það er eins og fólkið sé ölvað, sagði hæstv. ráðh. Ég greip fram í og sagði, að ölvunin væri skýrust á frv., og það er í sannleika aðaleinkenni þess. Það þýðir ekki að bjóða fram 5 millj. Slíkt þykir smánarboð. Það á að taka millj. eftir millj. í það, sem enginn veit, hvað er. Það er þegar komið fram í seinni hluta júnímán. Þá þarf að gera margháttaðar rannsóknir og athuganir, áður en hægt er að framkvæma 1. Brátt kemur hinn stutti sláttartími og mesti bjargræðistími ársins, þegar ekki er hentugt að kalla saman þing. Það væri hægt í haust; en þessar 5 millj. eru skoðaðar sem banatilræði við málið. Ég er hv. þm. Hafnf. sammála um, að ágætt væri að hafa einn mánuð til að rannsaka ýmislegt, er að þessu lýtur. Það er sannarlega betra að hafa reynsluna og vera búinn að safna skýrslum og gögnum. Þá geta þm. valið og hafnað. Þetta legg ég megináherzluna á með mínum brtt., að ekki má samþ. svona óákveðna heimild.