26.02.1941
Efri deild: 8. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í C-deild Alþingistíðinda. (2852)

27. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Magnús Gíslason:

Herra forseti! Ég þarf ekki að hafa langa framsögu um þetta mál, enda er það nú orðið gamall kunningi í deildinni. Verður ekki séð, að öllum kringumstæðum óbreyttum, að kaupstaðurinn megi vera án þessa gjaldstofns, sem hér er farið fram á, að verði framlengdur til ársloka 1944. Orsökin til þess, að hér er bundið við visst árabil, er sú, að maður hefur búizt við allsherjar löggjöf um þetta efni, en meðan svo er ekki, virðist mér, að þessi tekjustofn þyrfti að haldast.

Að lokinni umr. vil ég mælast til þess, að frv. verði vísað til 2. umr. og fjhn.