14.03.1941
Efri deild: 17. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í C-deild Alþingistíðinda. (2863)

27. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Páll Zóphóníasson:

Ég vil benda á, að árið 1939 námu tekjur Vestmannaeyjakaupstaðar 3899800 kr., og ég hef leitt rök að því, að þær mundu vaxa nú verulega. Hv. þm. Vestm. hefur ekki reynt að mótmæla þessu. Hann ætlar hv. d. að trúa því, að þörfin sé sú sama nú og áður.