14.03.1941
Efri deild: 17. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í C-deild Alþingistíðinda. (2864)

27. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Jóhann Jósefsson:

Ef hv. 1. þm. N.-M. heldur, að það að kasta fram tölum út í loftið sanni hans mál, án þess að hann vísi til nokkurra gagna eða samanburðar og án þess að hann taki dæmi af öðrum stöðum á landinu, þá fer hann villur vegar. Hann reynir ekki til að sýna fram á, af hverju jafnvægið raskast. Þó að tekjurnar hafi almennt vaxið, þarf það ekki að þýða, að fólkið sé betur statt en áður. Veit ekki þessi hv. þm. eins og hver annar, að um leið og tekjurnar vaxa, vaxa útgjöldin að líku skapi. Hv. þm. er að vaða reyk. Þegar ég held því fram, að Vestmannaeyjakaupstaður þarfnist þessara vörugjaldstekna, er það af því að ég veit, að ef vörugjaldið er fellt niður, verður að taka af öðru til að jafnvægi fáist. Hv. þm. getur verið sannfærður um, að dýrtíð er ekki síður til í Vest mannaeyjum en í þeim héruðum, sem hann þekkir til.