14.03.1941
Efri deild: 17. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í C-deild Alþingistíðinda. (2866)

27. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Jóhann Jósefsson:

Ég bið hæstv. forseta afsökunar, en ég verð að kenna hv. 1. þm. N.-M. setningu, sem ég verð að segja á dönsku, en hún er svona : „Et er Bog at före, andet Regnskab at forstaa.“ Hv. þm. getur romsað upp tölum út í bláinn, en hann getur ekki dregið ályktanir í samræmi við heilbrigða skynsemi af þeim tölum, af því að þar er jafnan einhver brestur á, þegar til á að taka.