12.05.1941
Neðri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í C-deild Alþingistíðinda. (2871)

27. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Frsm. meiri hl. (Skúli Guðmundsson) :

Eins og sést á nál. á þskj. 411 og 418, hafa nefndarmenn ekki getað orðið sammála um þetta frv. Vestmannaeyjakaupstaður hefur fengið leyfi til þess undanfarin ár að afla fjár í bæjarsjóð með sérstöku vörugjaldi, sem er ekki leyft annars staðar á landinu. Ástæðan var, að þar var talið mjög erfitt að afla bæjarsjóði nægilegra tekna með útsvarsálagningu. Ég og aðrir þm., sem verið hafa með því að framlengja þessi heimildarlög hingað til, hljóta nú að líta á það, að ástæður í Vestmannaeyjum hafa breytzt svo mjög, að engin brýn þörf er óyndisúrræða sem þessa gjalds. Nýlega var skýrt frá því í blöðum, að lokið hefði verið álagning útsvara í Vestmannaeyjum, og tölur birtar. Heildarupphæð útsvaranna varð miklu hærri en verið hefur. Og þar sem víðar innheimtast nú tekjur bæjarsjóðs með bezta móti. Það er vandræðalaust nú að ná inn nauðsynlegum bæjartekjum í Vestmannaeyjum á sama hátt og gert er í öðrum bæjum. Þess vegna leggur meiri hl. fjhn. til, að frv. verði fellt.

Þegar frv. til 1. um breyt. á 1. um tekju- og eignarskatt kom frá Ed., hafði verið samþ. grein um að afnema heimild þá, sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur haft til að skattleggja fólksflutninga milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Hér í d. var þessu aftur breytt; meiri hl. vildi láta Hafnarfjörð hafa þetta áfram. En í fjhn. vorum við tveir nm. sammála hv. Ed. um afnám þess skatts. Nú sé ég, að fram er komið í Ed. frv. þess efnis, og tel ég það rétt. En af sömu ástæðum get ég ekki fallizt á þetta frv.