06.05.1941
Efri deild: 53. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í C-deild Alþingistíðinda. (2931)

57. mál, bygging sjómannaskóla

Sigurjón Á. Ólafsson:

Það skal vera stutt. Ég kvaddi mér hljóðs fyrir nærfellt mánuði, 7. apríl, þegar málið var síðast á dagskrá, til að þakka mínum með nefndarmönnum fyrir góðar undirtektir og geta þess um leið, að þær brtt., sem n. hefur gert, hef ég fallizt á, og eru aðalbreytingarnar gerðar eftir fund með skólastjóra stýrimannaskólans og viðtöl við fleiri góða og gegna menn. Einstök atriði skal ég ekki tefja við, nema þörf gerist. Ég vil vænta þess, að hinn mikli dráttur, sem orðið hefur á málinu, verði ekki látinn hindra afgreiðslu þess.