27.05.1941
Neðri deild: 68. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í C-deild Alþingistíðinda. (2999)

52. mál, þjóðfáni Íslendinga

Frsm. (Gísli Guðmundsson) :

Ég þarf ekki að flytja langa ræðu um þetta mál í framsögu, en get að mestu látið nægja að vísa til nál. allshn. á þskj. 423. Þetta frv. er stjfrv., og allshn. hefur athugað það allrækilega og orðið sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. N. hefur þó gert á frv. nokkrar breyt., svo að segja eingöngu orðabreyt. Upp í þetta frv., eins og það var lagt fram, hafa verið tekin ýmis lagafyrirmæli eldri, og hafði orðalagi þeirra ekki verið breytt um leið. N. taldi því, að orðalag frv. í heild væri ekki sem heppilegast og nægilega samræmt, og lagði nokkra vinnu í þessa orðalagsbreyt., sem að áliti n. er í þá átt að vanda mál frv. Undantekning frá því að vera orðalagsbreyt. er þó brtt. við 12. gr., um verndun þjóðfánans, þar sem fyrirmæli eru gerð nokkru fyllri en er í frv., en ekki er þar þó neinn verulegur efnismunur.

Ég tel svo ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð, en legg til fyrir hönd n., að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem fyrir liggja frá n. á þskj. 423