27.03.1941
Efri deild: 24. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 77 í C-deild Alþingistíðinda. (3013)

13. mál, fiskveiðar í landhelgi

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Herra forseti! Þetta frv. er shlj. bráðabirgðal., sem gefin voru út 5. júní s. 1. Efni þess er á þá leið að heimila atvmrh. að veita íslenzkum ríkisborgurum og félögum leyfi til þess að nota erlend skip, sérstaklega norsk, sumarið 1940 til að fiska með erlendri áhöfn. Tilefni þessa frv. mun hafa verið það ástand í landinu, að hingað hafa komið nokkur norsk flóttaskip, og hafa þeir, sem á þeim voru, ekki getað séð sér borgið nema hnigið væri að því ráði að leyfa þeim að stunda fiskveiðar við landið. Eins og ég gat um, var þetta leyfi bundið við það eina frv., svo að í raun og veru verkuðu 1. ekki lengur en þetta eina ár. Í n. eru ef til vill skiptar skoðanir um það, hvort rétt hafi verið að gefa út bráðabirgðal. um þetta efni.

Ég ætla ekki að fara lengra út í efni frv., en vil geta þess, að n. er sammála um að samþ. frv., m. ö. o. að samþ. gerðan hlut og láta við svo búið standa, þar sem l. hafa þegar unnið sitt hlutverk. Ég mun svo ekki fara ýtarlegar út í þetta mál; um það má deila, hvort þetta hafi verið rétt ráðið, en við mælum með því, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.