28.02.1941
Efri deild: 10. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 79 í C-deild Alþingistíðinda. (3024)

14. mál, frestun ágildistöku bifreiðalaga og umferðarlaga

Ingvar Pálmason:

Ég er n. algerlega sammála um, að brýna nauðsyn hafi borið til að fresta framkvæmd umferðarl., a. m. k. þeim ákvæðum, er lúta að hægri handar akstri, enda mun enginn ágreiningur vera um það atriði. En mér virðist nokkuð öðru máli skipta um bifreiðal. Sennilegt er, að það séu einnig einhver atriði í þeim 1., er séu svo nátengd umferðarl., að nauðsyn beri til að láta þau ná gildistöku samhliða þeim. En á hinn bóginn virðist mér, að mörg af nýmælunum í bifreiðal. séu þess eðlis, að þær orsakir, sem valda því, að nauðsynlegt er að láta umferðarl. ekki koma til framkvæmda fyrst um sinn, komi ekki í bág við nýmæli hinna fyrrtöldu.

Ég vildi mælast til þess, að samgmn. vildi athuga milli 2. og 3. umr. þessa frv. í samráði við hæstv, dómsmrh., hvort ekki gæti komið til mála að láta vissar gr. bifreiðal. ná gildistöku nú, þótt fresta yrði einhverjum ákvæðum þess. Mig skortir þekkingu á því, hvort þetta er samrýmanlegt frá lögfræðilegu sjónarmiði, en mér er kunnugt um, að töluverð áherzla var lögð á að lögfesta nokkur nýmæli bifreiðal., þegar þau voru til umr. hér á Alþ. í fyrra.

Ég vænti þess, að hv. samgmn. taki þessi ummæli mín til greina og athugi þetta milli 2. og 3. umr.