28.02.1941
Efri deild: 10. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 80 í C-deild Alþingistíðinda. (3025)

14. mál, frestun ágildistöku bifreiðalaga og umferðarlaga

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Mér er sjálfsagt óhætt að lofa því fyrir hönd samgmn., að það, sem hv. 2. þm. S.-M. minntist á, verði tekið til athugunar. En ég skal játa það, að n. athugaði ekki sérstaklega, þegar hún afgr. málið, hvort unnt væri að láta vissar gr. bifreiðal. ná gildistöku strax, heldur hafði hún það í huga, að ekki væri hægt að breyta umferðarreglunum meðan brezka setuliðið er í landinu, og mælti með frv. af þeim ástæðum. Má vera, að réttara væri að endurskoða bifreiðal. og umferðarl. og taka „vinstri akstur“ aftur í lög með þeim hætti. Mun þetta verða athugað.