28.03.1941
Neðri deild: 26. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 220 í B-deild Alþingistíðinda. (308)

56. mál, verðlagsuppót á laun embættis- og starfsmanna ríkisins

*Einar Olgeirsson:

Herra forseti! Ég vildi minnast á atriði, er snertir 3. gr. frv. Þar álít ég, að réttara hefði verið að fara nær því, sem við þm. Sósíalistafl. lögðum til í frv. á þskj. 66. Við leggjum til, að af launum, sem eru ekki hærri en svo, að kaupmáttur þeirra jafngildir 650 kr. á mánuði í janúar-marz 1939 samkv. vísitölu Hagstofu Íslands um framfærslukostnað í Rvík, greiðist full verðlagsuppbót vísitölunnar. Þó greiðist aldrei hærri verðlagsuppbót en svo, samkv. frv. okkar, að mánaðarlaunin að henni viðbættri jafngildi 650 kr. mánaðarlaunum í jan.–marz 1939. — Með þessum ákvæðum væri séð fyrir því, að þá hækkaði sjálfkrafa hámark þeirra launa, sem greiða skal á uppbótina, eða lágmark þeirra launa, sem ekki þarf að bæta upp. Með þessu móti hefðu hátekjumenn ekki fengið dýrtíðaruppbót fyrr en jafnóðum og verðgildi launa þeirra rýrnaði svo, að þeir verðskulduðu hana. Þetta held ég hefði verið réttlátara en nú er ráðgert og stórum meiri hagsýni fyrir ríkið. En ég býst við, að ekki þýði að flytja um það brtt., því að samkomulag sé orðið um það með stjórnarflokkunum að knýja frv. fram eins og það er.