29.04.1941
Neðri deild: 47. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í C-deild Alþingistíðinda. (3087)

34. mál, vigt á síld

Pétur Ottesen:

Ég vil taka undir það með hv. þm. V.-Húnv., að meðan ekki liggja fyrir aðrar og meiri upplýsingar um, að möguleikar séu á að útvega þessi vogartæki, heldur en liggja fyrir nú samkv. ummælum hv. þm. Ak., þá væri rétt að fresta málinu, a. m. k. fyrst, þar til hv. frsm. er viðstaddur, sem kynni að vita betri skil á þessu, eða að það væri tekið út af dagskrá að þessu sinni, því að það leiðir af sjálfu sér, að það þarf að vera nokkurn veginn vissa fyrir, að hægt verði að framkvæma ákvæði 1., áður en þau eru samþ.