28.03.1941
Efri deild: 26. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 224 í B-deild Alþingistíðinda. (319)

56. mál, verðlagsuppót á laun embættis- og starfsmanna ríkisins

Magnús Gíslason:

Tvær af þeim breyt., sem Nd. gerði á frv., hafa verið gerðar að umtalsefni hér í d., og ætla ég að víkja lítilsháttar að því.

Hv. 1. þm. N.-M. minntist á, hvort ekki væri óþarfi að setja það ákvæði í 1. að endurgreiða lífeyrissjóðunum úr ríkissjóði þær upphæðir, sem sjóðirnir greiddu samkv. þeirri hækkun, sem hér er gert ráð fyrir. En eins og lífeyrissjóðirnir eru byggðir upp, þá er ekki gert ráð fyrir því, að meiri skyldur séu lagðar þeim á herðar en ákveðið er að lögum, og þau iðgjöld, sem menn greiða af launum sínum, eiga, eftir útreikningi, að vera nægileg til að standa straum af þeim skyldum, sem sjóðirnir þurfa að inna af hendi. Má deila um, hvort rétt sé áætlað í byrjun, en það er víst, að ekki er fengin reynsla fyrir, hvort þessi útreikningur stenzt eða ekki. Á s. l.

ári var gerð athugun á þessu af tryggingarfróðum manni, og hann komst að þeirri niðurstöðu, að það mundu tæplega vera nógu há iðgjöld sem greidd eru í sjóðina nú, svo að þeir gætu staðið undir þessum gjöldum. Það er a. m. k, víst, að hér er um svo mikil útgjöld að ræða, að sjálfsagt er óvarlegt að leggja þær kvaðir á þá um óákveðinn tíma.

En hvað hina breyt. snertir, virðist mér af nál., að n. hafi í raun og veru ekki viljað gera neina efnisbreyt. á greininni, heldur sé hún orðuð þannig til þess að taka af öll tvímæli. En mér virðist, að breyt. geti orkað tvímælis og hér sé ekki um efnisbreyt. að ræða, því áður er tekið fram með berum orðum í 7. gr., að verðlagsuppbótin skuli greidd eftir á. Þetta er fellt niður og mætti því líta svo á, að uppbótin yrði greidd fyrir fram með launum og lögin undirrituð þannig. Eftir viðtali mínu við form. fjhn. Nd. og eins eftir því, sem kom fram hjá frsm. í d., verð ég að líta svo á, að það sé tilgangurinn að gera enga breyt., og meiningin sé, að verðlagsuppbótin verði greidd eftir á. Að verðlagsuppbót á laun, sem greidd eru 1. apríl, sé miðuð við vísitölu, sem gildir 1. marz. Annars gæti verið um mikla breyt. að ræða frá því, sem upphaflega var ætlazt til. Ég verð því að skilja þessi ummæli þannig, að það megi framkvæma 1. á þann hátt, sem ætlazt var til, þegar frv. var samið.