28.03.1941
Efri deild: 26. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 226 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

56. mál, verðlagsuppót á laun embættis- og starfsmanna ríkisins

*Brynjólfur Bjarnason:

Eins og hv. 11. landsk. tók fram, þá er það hv:. fjmrh., sem sker úr því, hvort uppbótin skuli greidd eða ekki því fólki, sem ráðið er til skamms tíma. Ég geri ráð fyrir, að fjmrh. felli tæplega úrskurð, sem ekki er í fullu samræmi við þingviljann, og mér virðist þingviljinn hafa komið skýrt fram í þessu máli. Frsm. fjhn., bæði í Ed. og Nd., hafa lýst yfir, hvað þeir telji rétt í þessu efni, að ekki komi annað til mála en að þessir menn fengju fulla uppbót með einhverjum hætti. Og ég tel, að því megi treysta, að úrskurður fjmrh. verði í fullu samræmi við þingviljann.