28.02.1941
Efri deild: 10. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í C-deild Alþingistíðinda. (3340)

30. mál, stéttarfélög og vinnudeilur

Flm. (Brynjólfur Bjarnason) :

Herra forseti! Það þarf í raun og veru ekki að segja mikið meira um þétta frv. en það, sem stendur í grg., er fylgir því. Ég held, að þar sé tekið fram allt það, er máli skiptir, enda er þetta frv. ákaflega einfalt. Efni þess er á þá leið, að niður skuli falla þær gr. 1. um stéttarfélög og vinnudeilur, sem fjalla um takmarkanir á rétti til vinnustöðvunar, og lagt er til, að stéttarfélögin og félög atvinnurekenda skuli, hvað vinnustöðvun snertir, fara eftir þeim reglum, sem þau hafa sjálf samþ. Það hafa frá því að þessi 1. voru sett v erið skiptar skoðanir um réttmæti þeirra takmarkana, er stéttarfélögunum voru settar viðvíkjandi vinnustöðvun samkv. núgildandi l. um þetta efni. Sósíalistafl. hefur frá upphafi verið andvígur öllum þessum takmörkunum, en eftir að reynslan er komin til skjalanna, þá held ég, að fullyrða megi, að það sé næstum einhuga krafa verkamanna, að þessi ákvæði verði afnumin, því að þau hafa orðið til tjóns fyrir verkamannasamtökin. L. um stéttarfélög og vinnudeilur eru þannig úr garði gerð, að ákaflega erfitt er að átta sig á, hvort vinnustöðvun sé leyfileg eða óleyfileg, enda hafa dómar félagsdóms í slíkum málum oft vakið hina mestu furðu, er þeir hafa komið, sem er afleiðing þess, að lagaákvæði þau, sem oftast hefur verið dæmt eftir, eru mjög óljós, og oft hafa stéttarfélög verið dæmd í stórsektir fyrir vinnustöðvun þrátt fyrir það, að þau hafa eftir beztu samvizku reynt að þræða fyrirmæli þessara 1„ en ekki tekizt. En raunar var á þetta bent hér á Alþ., þegar verið var að ganga frá þessum lögum.

Ef atvinnurekendur vilja tryggja sig gegn fyrir varalausum vinnustöðvunum, verða þeir að gera það með því að ná samningum við verkalýðsfélögin, sem er líka langeðlilegasta leiðin. – Þessi ákvæði l. um vinnudeilur hafa í stuttu máli sagt enga aðra þýðingu en þá að gera verkalýðsfélögunum sem erfiðast fyrir í deilum við atvinnurekendur.

Ég þarf svo ekki að fara fleiri orðum um þetta, en legg til, að frv. verði visað til 2. umr. og allshn.