06.05.1941
Efri deild: 53. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 235 í C-deild Alþingistíðinda. (3364)

88. mál, sala Hvanneyrar í Siglufirði

Bernharð Stefánsson:

Ég vil þakka n. fyrir afgreiðslu hennar á þessu máli. Ég skal taka fram f. h. okkar flm., að við höfum ekkert á móti því, að þessi brtt. n. verði samþ. Að vísu má líta svo á, að engin fjarstæða sé að segja, að fara skuli eftir reglum, sem gilt hafa, þó að þær séu úr gildi fallnar, því að þær eru þá endurnýjaðar að því er þetta sérstaka tilfelli snertir, og l. um sölu kirkjujarða voru ekki afnumin vegna þess, að reglurnar um greiðsluskilmálana þættu óheppilegar, heldur af því, að rétt þótti að hætta að selja kirkjujarðir án sérstakrar lagaheimildar. En það má vel vera, að þetta sé óþarft. Og ég hef ekkert á móti brtt.