21.04.1941
Efri deild: 41. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 245 í C-deild Alþingistíðinda. (3396)

109. mál, gagnfræðaskólar

*Frsm. (Árni Jónsson) :

Eins og grg. menntmn. ber með sér, er frv. þetta flutt samkv. tilmælum þm. Seyðf. og samkv. ósk bæjarstj. Seyðisfjarðar. Í l. um gagnfræðaskóla frá 1930 er heimild fyrir því að stofna skóla á Siglufirði og Norðfirði, þegar þeir kaupstaðir uppfylla skilyrði l. Það sem hér er farið fram á, er ekki annað en það, að Seyðisf. fái þessi réttindi. Menntmn. flytur þetta frv. sem einn maður, og ég fyrir mitt leyti, sem er kunnugur þarna, er sérstaklega hlynntur því, að frv. nái fram að ganga. Seyðisfj. er fremur fámennur kaupstaður, eða með um 900 íbúa, og hefur sú tala staðið í stað að heita má nú um 40 ára skeið. Ég hygg, að ein aðalástæðan til þess, að fólkinu hefur ekki fjölgað á Seyðisf., sé sú, að þar hefur verið skortur á fræðslu fyrir unglinga.

Það hefur verið þannig með margt fjölskyldufólk, að þegar börnin hafa farið að vaxa upp, hefur fólkið róið að því öllum árum að komast burtu til þess að geta komið börnum sínum til mennta. Þess er og að vænta, að gagnfræðaskóli Seyðf. verði ekki eingöngu takmarkaður við Seyðisfjörð sjálfan, heldur verði hann einnig fyrir N.-Múlasýslu að mestu leyti og auk þess fyrir S.-Múlasýslu. Ég hef hér skrá yfir nem., sem útskrifuðust úr unglingaskólanum árin 1938–1940, og nær hún einnig til nemenda úr N.Múlasýslu.

Tala nemenda í unglingaskólanum á Seyðis-

firði var skólaárin 1937–1940 sem hér segir:

1937–1938: 27 reglul. og 5 óreglul. nem.

1938–1939: 30 - — 3 —

1939–1940: 24 - — 6 — —

Tala fullnaðarprófsbarna í N.- Múlasýslu 1938-1940:

Skólahverfi : 1938 1939 1940 Meðaltal

Skeggjastaða 16 1 9 9

Vopnafjarðar 22 11 21 18

Jökuldals 5 5 5 5

Hlíðar 1 5 2 3

Tungu 3 5 2 3

Fella 4 3 5 4

Fljótsdals 7 4 6 6

Hjaltastaða 2 3 4 3

Borgarfjarðar 6 6 7 6

Loðmundarf jarðar 4 0 0 1

Seyðisfjarðar 4 6 3 4

Samtals 74 49 64 62

Enn fremur: 1938 1939 1940 Meðaltal

Skriðdals, S.-M. 3 2 2 2

Valla, S.- M. 5 7 7 6

Eiða, S.- M. 4 4 2 3

Samtals 12 13 11 12

Fullnaðarprófsbörn í Seyðisfjarðarkaupstað :

1938 18

1939 24

1940 21

Meðaltal 21 á ári.

Unglingaskólinn hefur starfað á Seyðisfirði undanfarin ár og hefur fengið húsrúm í báðum skólunum. Til bráðabirgða verður reynt að komast af með húsnæði það, sem barnaskólinn hefur yfir að ráða. Ég skal ekki hafa um þetta fleiri orð, en vil taka það fram, að ég vil leggja það til, að málinu sé visað til 2. umr.