08.05.1941
Efri deild: 55. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í D-deild Alþingistíðinda. (3432)

129. mál, handtaka alþingismanns

forseti (EÁrna):

Frá utanríkismálaráðuneytinu hafa Alþingi borizt tvö bréf, sem ég mun nú lesa upp, bæði dagsett í gær.

Ráðuneytið vill ekki láta hjá líða að tjá háttvirtu Alþingi, að því hefur borizt símskeyti frá sendifulltrúa Íslands í London um, að Einar Olgeirsson alþingismaður og þeir Sigfús Sigurhjartarson ritstjóri og Sigurður Guðmundsson blaðamaður, er fluttir voru brott af brezka hernámsliðinu hér, séu komnir til Englands og dvelji nú í „Royal Patriotic Schools, Wandsworth“.

Í framhaldi af bréfi sínu, dags í dag, skal háttvirtu Alþingi hér með skýrt frá því, að ráðuneytinu barst síðar í dag annað símskeyti frá sendifulltrúa Íslands í London, þar sem segir svo:

“Hitti Einar Sigfús Sigurð í dag þeir biðja fjölskyldum fráskýrt þeim líði öllum vel kveðast hafa gott viðurværi kurteist viðmót stop um sinn í skólahúsi þar sem aðbúnaður allur mun betri en í fangelsum þar sem sumir landar hafa verið áður.“

Ráðuneytið skýrir að sjálfsögðu aðstandendum frá ofanrituðu.