06.05.1941
Neðri deild: 52. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (3448)

97. mál, mannanöfn o. fl.

*Frsm. (Þorsteinn Briem) :

Menntmn. hefur flutt brtt. við þáltill., fyrri málslið, um að málsliðurinn orðist svo sem þar segir. Þessi brtt. er fram borin vegna lítils háttar skoðanamunar, sem kom hér fram, þegar till. var fyrr til umr. Orðalag brtt. er mýkra og líka víðtækara en í þáltill. N. ætlast til, að allt það sama að efni til felist í þál. með brtt. sinni, en tekur ýmis fleiri atriði til greina.

Það kom fram, þegar till. var hér fyrr til umr., að einn hv. þm. vildi heldur láta gefa út skrá um leyfð nöfn en bönnuð. N. hyggur, að ekki þurfi að vera ágreiningur um það, ef ráðun. vill hafa á þessu sama hátt og áður en núgildandi 1. komu til skjalanna. Árið 1910 var gefin út skrá um bönnuð nöfn, sem var áreiðanlega til bóta. Ég veit ekki um neina Fimmseptrínu síðan.

Menntmn. væntir, að till. verði samþ. með þessari brtt., sem ég gat um áðan.