28.04.1941
Sameinað þing: 9. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í D-deild Alþingistíðinda. (3464)

59. mál, efni til skipasmíða og smíðastöð

*Sigurður Kristjánsson:

Ég flutti hér fyrir 5 vikum mál í þingsályktunarformi í sameinuðu Alþingi. Það var um innflutning á efni í skipasmíðastöðvar og báta. Fyrir tilmæli hæstv. viðskmrh., sem ekki er viðstaddur, var þessu máli vísað til allshn. Sþ., í stað þess að ég óskaði eftir, að því yrði vísað til fjvn.

Nú eru liðnar 5 vikur síðan, og ég hef enn ekki orðið var við málið. Mér er sagt, að þessi n. sé búin að afgreiða 1 mál á 10 vikum. Nú vildi ég, ef hæstv. forseti álítur ekki of langt gengið um vinnuhörku við þessa n., biðja hann að ganga fram í því, að hún, að loknu 10 vikna striti sínu við þetta eina mál, afgreiði nú þetta mál einnig til þingsins, hví að um það verður ekki deilt, að það er eitt af stærstu málunum, sem fyrir þinginu liggja.

Ég vænti, þó að hæstv. viðskmrh. sé ekki viðstaddur, að hann sé fús til að leggja fram liðsemd sína til þess, að n. afgreiði málið, því það var fyrir hans aðgerðir, sem það fór til allshn., en ekki fjvn., sem mundi vera búin að skila málinu, þó að hún hafi meiri störfum að sinna en allshn.