27.03.1941
Neðri deild: 24. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 229 í B-deild Alþingistíðinda. (349)

4. mál, stimpilgjald

*Frsm. (Jón Pálmason) :

Þetta frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 4, felur. í sér að nema úr gildi þau lagaákvæði, sem gerðu mönnum skylt að nota greiðslumerki á reikninga og kvittanir, þetta 10 aura gjald, sem allir kannast við.

Eins og grg. fyrir frv. ber með sér, hefur reynslan af þessu gjaldi orðið sú, að tekjurnar af því hafa ekki orðið svo miklar, að þær geti réttlætt þann mikla kostnað og fyrirhöfn, sem framkvæmd þessari var samfara.

Fjhn. hefur því samþ. að mæla einróma með því, að þetta frv. verði samþ. óbreytt.

Þetta gjald hefur jafnan verið óvinsælt, og það er því gott að geta numið það úr gildi.