05.03.1941
Efri deild: 12. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í B-deild Alþingistíðinda. (356)

3. mál, tollheimta og tolleftirlit

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Fjhn. hefur athugað þetta mál, og lítur hún svo á, að nauðsynlegt hafi verið að setja þau bráðabirgðal., sem frv. leitar staðfestingar á, því að það er auðvitað mál, að eins og nú er ástatt í landinu verður að koma í veg fyrir þau viðskipti, sem áreiðanlega hafa átt sér stað milli Íslendinga og brezkra hermanna, þ. e. a. s. að Íslendingar hafa keypt af þeim eitthvað af vörum, — maður veit ekki hvað mikið, — sem þeir hafa flutt inn, að sjálfsögðu tolllaust, en á að greiða toll af samkvæmt íslenzkum l., og hæfir ekki að líða slíkt..

Það var aðeins eitt atriði í frv., sem n. þótti nokkur vafi á, hvernig með ætti að fara, en það var það ákvæði, sem leggur bann við að þiggja gjafir af útlendum hermönnum. Ekki svo að skilja, að n. teldi á neinn hátt æskilegt, að Íslendingar legðu það í vana sinn að þiggja gjafir af brezkum hermönnum, heldur hitt, að n. taldi dálítið vafasamt, að hægt væri að koma í veg fyrir þetta með öllu. Eftir því sem bráðabirgðal. og frv. nú hljóða, þá er svo að sjá, að slíkar gjafir séu bannaðar, í hvað smáum stíi sem er. Það mætti jafnvel hugsa sér eftir orðanna hljóðan, að það væri lagabrot að þiggja sígarettu eða vindil hjá brezkum hermanni.

Þetta mun þó ekki vera meiningin. Þess vegna vill n. taka fram, um leið og hún leggur til, að bráðabirgðal. verði samþ. óbreytt, að hún væntir þess, að 1. verði ekki framkvæmd með neinum öfgum, svo að ekki verði farið að eltast við mjög smávægilegt í þessum efnum, og að 1. eigi fyrst og fremst við það, að því er þetta atriði snertir, að ef gjafir eru þegnar í það stórum stíl, að um hagsmuni gæti verið að ræða eða ástæða væri til að ætla, að viðskipti væru kallaðar gjafir, en væri í raun og veru vöruskiptaverzlun. Sem sagt, n. vill taka þetta fram, að frá hennar sjónarmiði nái það engri átt, enda tilgangslaust og óframkvæmanlegt, að eltast við hvert smáatriði í þessum efnum, heldur sé aðalatriðið að koma í veg fyrir kaup eða þá gjafir í stærri stíl af erlendum hermönnum, án þess að tollur sé greiddur eins og l. standa til.